Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 44

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 44
44 Hundafárið, sem gengið hefir í haust austan-og norðanlands, hefir nú fært sig suöur yfir fjöllin, og hefir engu síður sýnt sig þar allskætt og breiðst fijótt út, sem hjer nyrðra. Þó hefir dýralæknir Snorri Jónsson dreg- ið nokkuð úr fári þessu með meðölum úr lyfjabúðinni í Reykjavík; cn þess er eigi getið hver þau sjeu, sem virtist þó allnauðsynlegt, ef mönnum almennt gæti orðið það að notum. Líka er sagt að sýki þessi sje að fær- ast yfir Vesturland á báða bóga að sunnan og norðan. Hrossafár kom upp á Suðurlandi nálægt Reykja- vík hjer um bil hálfan mánuð af vetri þessum, og greip þegar svo brátt um sig, að 6 hross voru dauð að viku liðinni. Veiki þessi byrjar eptir því sem oss er skrifað, með sleni og magnleysi, svo afl dregur gjörsamlega úr skepnunni á mjög skömmum tíma. Að tilhlutun yfir- valdanna hafa verið bannaðar allar samgöngur með hross um það svæði, sem faraldur þetta hefir gjört vart við sig í. Fjárkláðinn er að vísu enn við líði á Suður- landi, en ekki hefir hans orðið vart nema í Ásláksstaða- hverfinu á Vatnsleysuströnd, að því er Þjóðólíur 11. nóvember skýrir frá. þar vjer ímyndum oss, aS lesendum rits vors sje kunnug tildrög til styrjaldar þeirrar, er hafizt hefir milli Frakka og Prússa, þá viljum vjer hjer einungis geta hinna helztu vií)- burða er síöast hafa frjetzt af því. S t r í ð i í) milli Prússa og Frakka hjelt á fram þá er síðustu fregnir bárust (2. núv. sjá þjdðólf 23. ár nr. 3 — 4). Prússar höfðu þá tekib hverja borgina af annari á Frakklandi, síðan Napoleon 3. gaf sig þeim á vald (2. september, og situr [liann síðan veihaldinn í slotinu Wilhelmshöhe í Hesser.-Cassel), og voru búnir að vaða yfir allan austur og norðurhlnta landsins, og höfðu seinast í oktdber tekið sjer stöfevar mitt á milli Par- ísarborgar og kastalans Metz, og þegar byrjab umsátur nm hvorttveggja, borgina og kastalann. Nokkru síðar, eða um lok mána&arins, náðu þeir Metz, og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.