Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 30

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 30
30 jarðbönnum um allt land, en batnaöi um jafn- dægur. 1817 lagði vetur snemma að, var snjóþungur og stór- byljasamur, og gjörði á ýmsum stöðum mikla skaða bæði á fje og mönnum. Að Norður- og Vesturlandi rak ís um miðjan vetur og lá alla leið til Jónsmessu. Vorið var kalt og gróður lít- ið; um miðjan maí gjörði snjóhríð svomikla norð- anlands, að eigi vissu menn dæmi til því líks um þann tíma árs; snjórinn varð svo mikill að víða mátti grafa sig niður að fjárhúsum, og eigi var hægt að leita heybjargar þó til hefði verið; fjell þá allmikið af kvikíje á mörgum útkjálkum Norð- urlands. Sumarið var mjög votviðrasamt einkum sunnan-og vestanlands; spilltist þá jarðvegur víða af skriðuföllum, 1821 var vetur ekki harður, en vor mjög kalt með miklum ísalögum. Sumarið graslítið, kalt og vot- viðrasamt; heyaíli var þá lítill og nýting mjög slæm; og urðu mikil hey úti, helzt nyrðra, því hríðar og snjór skullu á 5 vikum fyrir vetur, og þyngdu æ meir og meir með vetrinum; kom þá svo mikið fannkyngi að bæir fóru í kaf. 1822 hjelzt vetrarríkið við allt til páska, varð þá tölu- verður fjárfellir, helzt norður og austur um land. Hafís rak að öllu Norðurlandi og fraus saman við lagís, svo allt varð sem jökull land og sjór. ]?á gaus Eyjafjallajökull, og íjell úr honum mikill sand- ur í nálægar sveitir. Um sumarið var lítill gras- vöxtur nyrðra og nýting ill. 1823 var sumar kalt og íhlaupasamt með krapahríðum

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.