Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 19

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 19
19 endi hans sem snýr fram á hlaðið, með sömu klaðningu sem er fyrir allri hliðinni; inngangur í baðstofuna sje inn tíö Iangvegginn; tvær hurðir sjeu milli hennar og bæjar- dyra; baðstofan sje á lengd 9 álnir, og þiljuð sundur uppi og niöri. Öll vanaleg baðstoíuvinna sje unnin í fremra herberginu uppi, sem sje á lengd 5 álnir; í því sjeu sem fæst róm ; en hitt herbergið uppi, sem er 4 álnir á lengd, sje svo kallað hjónahús; 2 gluggar sjeu á hverju þessara herbergja; á milli stafna og sperra á báö- um baöstofuendum sjeu strompar, og göt á stafnþiijun- um uppi í spcrrukverkunum með hleypiloku fyrir. Innra herbergiö niðri sje á Iengd 4 álnir, í því sjeu 2—3 rúm, fyrir húskarla og gesti, en fremra herbergið sje fyrir vefstól, hefdbekk og fleira, eptir því sem þarfir útheimta; úr því sje uppgangan í vinnuherbergið; einn gluggi sje á hvoru þessara herbergja. tkki getmn vjer óttast kulda í slíkri baðstofu, þótt nærri sje bæjardyrum, og timburhlið annarsvegar, ef eins er hagað til og áður er sagt, og fyllt upp á milli þilsins að innan og úti þilsins, með þurruin reiðingum eöa strengjum, og vel búið um útiþiliö; helzt skal sljetthefla það, plægja, og ræma síð- an ofan yfir hverja fellingu; tvöfaldir gluggar þurfa og að vera á baðstofunni. Ágætt meðal við að verja fúa er að lita húsin innan, og er það jafnvel úmissandi, þar sem mjög er rakasamt; það er líka mikið gott að hafa ofn í bað- stofu, svo ætfð geti verið nægilegur hiti, hversu mikil frost sem eru. Skemman (d) og eldhúsið (e) sje innan söinu veggja; bæði þau hús til samans sjeu á Icngd 10^ alin, og þiljað í milli þeirra ; skemman sje á Iengd ð| alin; Iopt sje í henni til geymslu fyrir Gangleri IV. hepti. 2

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.