Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 38

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 38
38 reiðzt eða gramizt. Mikln fremur fannst mjer, sem jeg nú elskaði hana enn innilegar enn nokkru sinni áður. Innan skamms var jeg þess albúinn, að vaða öklaeld vonlausrar elsku alla æfi fyrir hennar sakir. Eptir þetta bar á engu þunglyndi hjá mjer. Þó að mjer væri ekki alls kostar ljett innan brjósts, tókst mjer nú að dylja það, og varð kátur við hvern mann. Jeg hlýddi svo, eða þóttist hlýða, hinu dýrmæta boði: Bvertu þolinmóður“. Það leið að brullaupi þeirra. Einn morgun kom jeg þar að, er foreldrar mínir áttu tal saman í næsta herbergi. Jeg nam staðar og hlýddi, en gat eigi heyrt nema orð og orð á stangli. ,,Jeg sá honum bregða. . . . Hann er orðinn allur annar. . . . Ilann er skynsamur drengur. . .. Jeg vissi, liann mundi skipast. . . . Það var þjóðráð. . . Hún ljet fljótt undan. . .. Henni skildist, það væri ekki jafnræði“. Þessum og fleirum orðum slíkum heyrði jeg móður mfna fara. Það var anðsætt, að jeg var umtals efnið. Nú taldi jeg það víst, að móðir mín hefði sjeð út úr mjer hug minn til hennar, og hefði því stutt að þessum ráðahag, til þess að gjöra enda á hinum bernskulega draumum mínum. „Það var þjóðráö“. En hvað hafði hún unnið með þessu þjóðráði? —- Hún hafði — eða svo fannst mjer—• svift mig Iífinu, því ástin var líf mitt. Jeg hafði ekki skipast eins og hún ætlaði, en jeg hafði numið þá list, að draga hana á tálar. Hún þóttist hafa sigrað mig, og var hróðug af því. En jeg var með sjálfum mjer hróðugur af því, að sigur hennar var írnyndun ein. Jeg var að boði með foreldrum mínum. Jeggjörði mjcr gleðilæti, og var óspar á gamanyrðum við brúð- hjónin og aðra. Brúðurin var glaðleg í bragði og alúðleg við alla. Þó þóttist jeg geta sjeð einhvern raunablæ yfir henni. Aldrei hafði mjer sýnzt hún eins elskuleg og þá, Nú leið að hófs lokum. Jeg hitti brúðgumann og sagði honum „Guðlaun fyrir grautinn“, og bað honum

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.