Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 41

Gangleri - 01.12.1870, Blaðsíða 41
41 „Ólafur! í*á hefir æfinlega átt mig. Á jeg þig enn þá? —< Maöurinn minn cr dáinn fyrir 3 árum. Börnin okkar eru 8 á lífi. Efnahagur minn er bærilegur. Jeg er á áttunda árinu yfir þrítugt. * Sigríður*. Jeg ætlaöi varla aö trúa augum mínum. Þetta var þó frá henni. Hún var ekki búin aö gleyina mjer, þó að jeg væri búinn að gleyma henni. Jeg fann óðar il færast í hjarta mitt. Hin forna ást blossaöi þar upp meö nýu afli. Jeg sá hana í anda jafnelskulega og fyrr, eða jafnvel enn elskulegri. En þó var jeg f vanda, hverju svara skyldi. Hún var nú sóma kona í sveit. En hvað var jeg? Afhrak veraldar, er búinn var að sóa miklum og sjálfsagt bezta hluta æfinnar til ónýtis, og orðinn snauður að fje og farinn að þreki. Gat jeg á nokkurn hátt verið henni samboðinn? Aldrei hefi jeg innilegar beðið til Guðs en þá. En um hvað jeg var að biðja veit jeg varla. Smátt og smátt kviknaði og þróaðist sú voníbrjósti mjer, að mjer mundi takast að ganga i endurnýungu líf- daganna, og að jeg kynni að geta orðið henni til ánægju og börnum hennar til gagns. Hún átti mig. Jeg rjcð af að afhenda henni eign sfna Jeg Ijet þó brjefi hennar ósvarað. Ilún hafði ekki svarað brjefinu mínu forðum. Mjer ljek meinlaus hefnd í hug. Eins og það forðum kom flatt upp á mig, er lýst var til „ektaskapar í fyrsta sinn“ með henni og fyrra manni hennar; svo kom það nú flatt upp á hana, er hún sat í guðshúsi nokkru síðar, að lýst var „til ektaskapar í fyrsta sinn“ með henni og mjer. Jeg hafði lagt svo undir við sóknarprest hennar. Jeg náði í þriöju lýsinguna. Daginn eptir vorum við gefin saman. Sá dagur bar upp á brullaupsdag hennar fyrir 20 árum. Gaugleri jy. hepti. 5

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.