Gangleri - 01.12.1870, Qupperneq 27

Gangleri - 01.12.1870, Qupperneq 27
27 og vestra, til stórskaða; síðan var vetur áhlanpa- sarnur. Aðfaranóttina hins 9. janúar gjörði svo mikið útsunnanveður á Suður-og Vesturlandi, og stórflóð með stórbrimi, að sjór gekk 5 álnum hærra að þverhnyptumáli, en önnur stórflóð; brim þetta gjörði mikin skaða syðra og vestra og nokk- urn nyrðra, bæði á landi og húsum; en sjerdeilis á skipum; veðri þessu fylgdi ógnar rigning með þrumum og eldingum. Hvað það snertir, hvort tíðarfar hafi verið betra eða verra, það sem liðið er af hinni 19 öld, en á hin- um fyrri öldum, er eigi með vissu hægt að segja, þar sem ætla iná að sagnir þær sem til eru um það efni, munu vera því áreiðanlegri og nákvæmari, sem þær fær- ast nær vorum tíma; og því mundu harðindaárin á öld þessari teljast hjer fleiri að tiltölu, en á hinum öldun- um, þar sem líklega engin yrðu vantalin; en það er eigi, því þau eru nú almennt talin færri en á hinum næstu öldum á undan, og alls engin setn hafi leiít af sjer stór- kostleg hallæri eða manndauða, sem líklega kemur held- ur af því, að forsjálni og fyrirhyggja manna heíir batn- að, nú á seinni tímum, og að atvinnuvegir vorir og bjargarútvegur heflr tekið töluverðum framförum frá því á 18. öld, heldur en af því, að tíðarfar eða landkostir haíi gengið til batnaðar. 1801. Ilaustið 1800 lagði vetur að um Allraheilagra- messu með hríðum og mesta fannkyngi, svo víða fennti fje eða hrakti í sjó eða vötn, helzt norðan- lands; sumstaðar var vetnr vægur frá nýári til miðgóu, en síðan lagði að mikið vetrarríki með hríðura og stórviðrum, frostum og ísalögum, gjörði

x

Gangleri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.