Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 2
2
af því, að nafn skipsins er tilgreint (það var kallað «íslend-
íngr»). En hér á móti standa allar þær hinar mörgu
sögur, sem til eru um að Íslendíngar fóru til Noregs eptir
húsaviði; hafi allt ísland verið viði vaxið milli fjalls og
fjöru, þá þurftu þeir þess ekki; en ómögulegt er, að land-
námsmenn hafi brennt svo allt landið, að allur skógur hafi
eyðst; enda vitum vér og, að þær skógaleifar, sem nú finnast
víða í mýrum og móum, hvorki eru eyddar af eldi né manna
völdum, né heldur munu þeir stofnar hafa verið hæfir til
efniviðar, meðan þeir stóðu uppi; og í þriðja lagi geta þeir
hafa eyðst fyrir landnámstíð.
Náttúra lands vors er því enn hin sama og hún hefir
ávallt verið í manna minnum að fráteknum þeim héröðum, sem
eyðst hafa af eldgosum og jökulhlaupum eptir landnámatíð.
Að sumstaðar hafi verið skógar, þar sem nú er skóglaust,
er auðsætt, en þeir skógar hafa verið annað eins smáviði
og víða er hjá oss enn. ísland er aunars ekki hið einasta
land, sem kólnað hefir með tímanum eða mist skógvöxtinn;
öldúngis sama er að segja um Orknevjar, Hjaltland, Færeyjar,
Lappland og norðurhluta Rússlands og Ameríku: fúnar og
vatnsósa viðarrætur í jörðu bera hvervetna vott um skógi-
vaxið land, og í öllum þjóðsögum verða æfintýri og ýmsir
atburðir i skógum, sem eiu horfnir eins og tíminn sjálfur.
J>að er ósatt, sem erlendir höfundar flimta með, að skógar
hafi eyðst á landinu af völdum 'landsmanna.
Sú hin einasta náttúrulýsing lands vors, sem eg nú
man eptir í fornum ritum (fyrir utan það sem stendur
í Skuggsjá) stendur í Guðmundar sögu ens góða, og er þannig:
«... en Norðmenn nefna ísland. Má þat ok vel segjast
eiginligt nafn þeirrar eyjar, því at þar er íss ínóg bæði
lands ok lagar. A sjánum liggja þeir hafísar, at með sínum
ofvægiligum vexti taka þeir at fylla norðrhöfin, en yfir
háijöll landsins svá úbræðiligir jöklar með yfirvættis hæð
ok vídd, at þeim mun útrúligt þykkja, sem fjarri eru fæddir.
Undan þeim fjalljöklum fellr með atburð stríðr straumr