Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 41
41
mönnum sýnist, og með ýmsum nöfnum, þó þessu beri að
mestu leyti saman í aðalefninu. Á íslandi finnast dýr af
öllum aðalflokkum nema skriðdýraflokkinum, og vitum vér
ekki orsakir þess, því annarstaðar lifa dýr af þessum flokki
þar sem jafnvel er kaldara en á íslandi.
1. Hin lægstu dýr kallast hlaupdýr (Sarcodea),
af því líkarni þeirra er eins og hlaup; frumdýr (Protozoa),
af því þau eru eins og upphaf dýralífsins, og myndlaus
dýr (Amorphozoa), af því það er í rauninni ekki fremur
dýrsleg mynd á þeim en jurtarleg eða jafnvel kristallamynd.
Flest þessi dýr eru svo smávaxin, að þau sjást ekki nema
með sjónauka; þau eru allstaðar, í lopti, jörðu, vatni og
sjó, sum kvikna í sjúkdómum í dýrum og mönuum, (Bac-
terium, blóðstafir, J. Hjaltalín, Heilbrigðistíð. 1872 bls. 72),
og má svo að orði kveða, að allt sé kvikt af þeim í jörðu
og á (það kalla menn »heirus-kviku«, Panspermie). Ekki
eru þau bundin við neitt land, sem nærri má geta; þau
lifa 1 hundrað stiga hita, og í tuttugu stiga kulda, og
þiðna upp aptur til lífsins þó þau gaddfrjósi. Sum hafa
engan rnunn, og enga limi aðra en bitnár, sem þau hreifast
með; þau taka næríngarefnin í gegnum aílan líkamann, og
útum hann allan smita aptur en óhæfilegu efni; sum leggja
hlaupið eða holdið (sem er svo gljúpt í sér að það rennur
til og frá eins og lím) utan um smádýr og jurtaagnir, sem
leysast upp og deyfast af skörpu og etandi efni, sem er í
hlaupinu, og þannig nærist dýrið á þeim; aptur hafa sum
munn og maga eða þarm. Sum eru föst á staungli eða
legg, en flest eru samt laus og liðug og skjót í hreifingum
síuum. Einn flokkur1) þeirra kallast holudýr (Poly-
thalamia, Foraminifera), og eru þau með kalkskel, margvísleg
í lögun, eins og kúlur. krínglur, stjörnur, skeljar og kuðúngar,
’) Eg kalla allar undirskiptíngar þessu naí'ni. Liðan skiptíng-
arinnar sést af sjálfri sér, og þarf ekki meiri nákvæmi á þessum
blöðum.