Gefn - 01.01.1874, Side 6

Gefn - 01.01.1874, Side 6
6 Laugafelli við Gevsi, í Öxnadal, hjá Hvamini í Dalasvslu, við Eskifjörð. 5. Stuðlaberg (Basalt) og stallagrjót (Trapp). í því er efnissamsetníngurinn Augit og Labrador, það er fullt af holum, og sést á því að það hefir verið bráðið. Dólerít er hart stuðlaberg, þéttkornótt, stundum í lögurn eða flögum, stundum súlumyndað, eða þá hnöllött. Dólerít telja sumir með elztu jarðmyndunum íslands, hann er víða í landinu og hulinn moldu eður öðrum steintegundum; hann er járnkennd- ur; halda menn að járnefni hans leysist upp víða og síist svo upp á yfirborð jarðar og syndi þar á dýjum og mýrar- pollum, það köllum vér mýrarjárn og ísarn; en það mynd- ast einnig af því járni sem er í sjálfum þeim jurtum, sem mynda jarðveg mýranna. Trapp er smákornótt, grænleitt eða dökkbrúnt að lit, og kemur opt fyrir í tröppustigum (þaraf nafnið). — Verulegt stuðlaberg (Basalt) er dökkgrátt eða svart, þéttur blendíngur af Labrador ogAugit, meingað með Olivin, holótt með zeolítum í. optast sexhliðaðir stuðlar eða súlur; það kvíslast víða í gegnum aðrar klettategundir, með því það hefir ollið fram og fyllt ena holu gánga og gil. Basaltmyndanir eru og Mandelsteinn, Túff, Wacke, Palagonittúff, og eru allar þessar tegundir víða á íslandi. — Sumir nefna öll stuðlaberg «trapp», og er það sú hin algengasta steintegund hjá oss, því húu nær vfir allt land; víða er hún eins og hlaðin virki eða kastalar (tröllahlöð) og sést víða við sjó frammi; hún myndar heil tjöll og eru í þeim kolalög þau er vér nefnum surtarbrand. 6. Kalk er og sumstaðar (hjá Húsafelli [o: Basalt kalkblandinn] og má nota það einsog marmara; silfurbergið er líka kalk). ísland liggur annað hvort ytir vellanda jarðeldi, þar sem jarðarskorpan er ekki mjög þykk, eða þá eru víða undir því stórar jarðholur eða hellrar, fullir af eldvellu, eða þá einsog gevsimiklar verksmiðjur náttúrunnar, þar sem ókunn öfl hleypa efnunum í hamslausa hitaólgu, sem bræðir jarðveginn

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.