Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 4

Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 4
4 íslandi 4 dægra til Svalbarða við hafsbotn». (Fornm. S. XI, 410—11. Landnáma [1843] bls. 25— 26). 1 rauninni heyrir ísland engri heimsálíu til, heldur er það sér úti í reginhafi; það er optast talið með Evrópu, helzt vegna málsins og ættar landsmanna, en af sumurn reiknast það til Ameríku, og náttúruhlutföll þess eru bil beggja. Mjög hefir mönnum greint á um það, hvort ísland hafi verið áður kunnugt og heitað Thule. Á miðöldunum héldu menn þetta víst (sbr. upphafið á Landnámu, þar er ritað «Tíli»); Adam af Bremer. segir með berum orðum að Thule sé nú kallað ísland, og að Pytheas frá Marselju hafi komið þángað og sagt þángað sex daga siglíng.') Pytheas var uppi á ljórðu öld fyrir Krist, og segir hann að Thule hafi verið fjölbygt land; en þegar forfeður vorir komu þángað fyrst, þá var þar engin þjóð fyrir (því þessir fáu írsku múnkar í Papýli voru engin þjóð, heldur menn sem höfðu hrakist þángað og bygðu ekki út frá sér); þeir komu að alveg óbygðu landi, og því segir svo í Landnámu (1. P. 9 c.): «Ingólfr var frægastr allra landnámsmanna, þvíat hann kom hér at óbygðu landi». Hafi menn hér bygt áður, þá hlýtur það að hafa verið áundan enni nú verandi jarðaröld, og leifar af mannaverkum hefðu án efa fundizt frá þeirri tíð, ef til væri, en vér þekkjum ekkert slíkt. Vér álítum þess vegna, að Thule Pytheasar sé ekki Island, og að enginn hafi komið híngað í manna minaum fyrr en forfeður vorir. ísland er kallað Thule í seinni skáldskap, og merkir það að það er láugt úti í reginhafi (ultima Thule kemur fyrir hjá Seneca). Ekki vita menn þýðíngu né ættleiðíngu orðs þessa. *) Vera má að orð Saxonis „obsoletæ admodum habitationis tellus“ lúti og að þessu: að Saxo heíir haldið Island Thule og að þar hafi verið bygð fyrir vora landnárastíð. Hann heíir án efa hlotið að þekkja Pytheas, eða þá Adam af Bremen; hann kallar Islendínga „Tylenses“, og því liefir hann þekt nafnið Thule. Vivien St. Martin (1873) álítur Island = Thule, án nokkurrar ástæðu.

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.