Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 14
14
finnst á ísl., hvítur, smákornóttur, opt saman við aðra steiua.
Annars eru eiginlegar leirtegundir samsettar úr kolsvrukalki,
jámoxyd, kvarzsandi eða öðru steinadupti.
c) Stjarnsteinar, zeolithes: mjög léttir (ekki 2,4),
bráðna skjótt freyðandi og verða að skærri perlu, era
samsettir úr leirkísiljörð og kalki; reiknast af sumum til
feldspat; flnnast í öðrum steinum (stuðlabergi, hljómsteini,
hraunsteinum).
12. Mesotyp: skástrendíngs - kristall, nálar og hár,
skúfar, glergljái, hvítir, gulir, rauðir. íslenzkir steiuar með
enum fegurstu.
13. Chabasit: teníngskristall, yfirborð opt eins og
fjaðrir og strykað, optast hópasteinar.
14. Analzim: teníngskristall, vatnsglær, opt rauðieitur.
15. Desmin: skástrendíngskristall, glergljái, sárið
perlumóðurgljáandi; opt margir saman, standa í hríng.
16. Heulandit: einbrotinn kristall, samsettur; sárið
perlumóðurgljáandi, litarlaus.
17. Apophyllit: hefir ekki í sér leirkísiljörð, heldur
kísilsúra kalkjörð, kísilsúrt kalí og vatn, að öðru leyti eins
og zeolít. sárið perlumóðurgljáandi, annars glergljái, vatnstær
eða ljósrauður.
(Stilbit. Epistilbit. Parastilbit. Karphostilbit. Okenit.
Thomsonit. Skolezit. Philipsit. Levyn).
d) Glimmer: harka 1—2. flagnandi brot. perlumóður-
gljái.
18. Magnesiaglimmer: svart, dökkgrátt. við eldfjöll, í
stuðlabergi og hrauni.
e) Amphibol, Hornblende.
19. Rornblende: eiubrotinn kristall. harka 5Va. þúngi
3. biksvartur í túffsteini, einnig saman við stuðlaberg; annars
opt dökkgrænn. ljósgrænn Hornblende heitir Grammatit,
laukgrænn Geislasteinn.