Gefn - 01.01.1874, Síða 26

Gefn - 01.01.1874, Síða 26
26 i heild sinni. J>að kalla menn náttúrlega skiptíngu jurtanna, þar sem slíkt tillit er tekið til alls eðlis þeirra, og er þessi skiptíng gagnstæð skiptíngu Linnés. En þótt skiptíng Linnés sé nú gömul orðin, þá þykist enginn jurta- fræðíngur samt geta án hennar verið, hún er lærð af öllum og sett í allar enar helztu fræðibækur, því eptir henni er miklu hægra að flokka og finna jurtirnar en hinum. Eptir enni náttúrlegu skiptíngu deilast allar jurtir í þrjár aðaldeildir eptir því hvernig vöxtur þeirra fer fram, því þegar jurtin er komin á visst stig myndunar sinnar, þá fá sumar tvö frumlauf, sem nefnast cotyledones, og kallast slíkar jurtir Dicotyledones (tvífrævíngsjurtir); sumar fá eitt frumlauf, og kallast Monocotyledones (einfrævíngsjurtir), en sumar fá ekkert frumlauf, og heita því Acotyledones (fræ- víngslausar jurtir); það eru enar einföldustu jurtir ogbyrjum vér á þeim. Eptir því sem menn hafa komizt næst, teljast 863 jurtategundir á íslandi; en Lindsay, sem hefir fundið þessa tölu, heldur að þær muni vera nærri þúsund. þær skiptast þannig: A. Prævíngslausar jurtir. (Acotyledones). 1. Sveppar (Fungi). þeir eru allir meira eða minna líkir gorkúlum, og vaxa á rotnum leifum jurta og dýra, á dimmum stöðum og rökum, á haugum og í allskonar sorpi og óhreinindum; sumar tegundir þeirra eru ætar (ætisveppar); hér til heyrir og físisveppur eða kerlíngareldur, sem er útvaxin gorkúla með þornuðum fræjum, er rjúka sem dupt þegar sveppurinn rifnar. Myggla er og svepptegund (13)1). 2. Fléttur (Lichenes). j>ær líta út margvíslega, sumar eru eins og skán á klettum eða steinum (geitnaskóf, geit- slcór); sumar eins og skinntrefjur eða hörð húð (fjallagrös og tröllagrös), sumar aptur greinóttar (93). *) pessi tala aptan við hvern flokk merkir hversu margar tegundir hans vaxi á Islandi.

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.