Gefn - 01.01.1874, Page 18

Gefn - 01.01.1874, Page 18
18 jöklarnir á Austurlandi eru kunnir lijá oss og er margt ritað um það tjón og usla sem þeir hafa gjört. Sólheima- sandur er hið elzta jökulhlaup sem vér þekkjum hér, og er til um það æfar gömul þjóðsaga í Landnámu (um Loðmund og frasa (sbr. ísl. þjóðs. II 79). Um ár og stöðuvötn íslands skulum vér fara mjög fám orðum. j>etta sýnist að standa í sambandi við myndan landsins á þann hátt, að þó að árnar á Norðurlandi og í Skaptafellssýslum liggi í norður og suður, þá sýnast þær ár, sem falla í vestur og austur (eða réttara sagt í land- norður og útsuður) að tákna aðalhreifíngu landsins í myndan þess; píngvallavatn og Mývatn liggja í þessa stefnu og gæti hafa komið af stórum jarðföllum, og loksins vitum vér, að á klettum og steinum eru hrufur og rispur, sem einmitt liggja í ena sömu stefnu, hver svo sem orsök þeirra er. Hér- umbil í sömu stefnu liggja vötnin á Arnarvatnsheiði og Fiskivötn við Skaptárjökul; en aptur á móti eru mörg einstök lángvaxin vötn þverbeint á þessari stefnu. Hellrar eru merkilegir: Surtshellir, með dropa- steinum (stalactites). Paradísarhellir. Saunghellir. Surtshellir telst 839 faðma á lengd; hann er mjög gamall, því þar færði Jorvaldr holbarki hellisbúanum drápu (Landn. 199). Menn hafa almennt haldið sér til þeirrar trúar, að ís- land væri af eldi upp komið, það er: að það sé í rauninni ekki annað en eldfjallaklasi og útbrunnin hraun, og á þessari setníngu heíir ávallt verið bygð su meiníng, að land vort gæti enga málma né slík náttúrugæði geymt í skauti sínu, þar væri ekkert að finna né græða, því allt væri brunnið, brunnið meir en að köldum kolum. En Winkler hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að eldfjöll vor hati ekkert eða lítið verulegt saman að sælda með sjálfu meginlandinu, eða með öðrum orðum: að því sé ekki skotið upp af tómum eldgángi. Raunar eru öll lönd upphafin af eldi, að því leyti eldólgan innan í hnettinum lætur löndin lyptast upp yfir og siga

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.