Gefn - 01.01.1874, Síða 20

Gefn - 01.01.1874, Síða 20
20 stöku stöðurn og heldur í minna lagi. Inni í landinu munu þær finnast miklu meiri og útbreiddari. Enir smágjörvustu partar jurtanna hafa geymst óskemdir í grjótlögunum, og sýnir það, að jurtirnar hafa hlotið að vaxa einmitt á þessum stöðum, þar sem leifar þeirra íinnast enn. j>ar var því áður land, sem huldist síðav jarðlögum, sem luktust ytir þennan jurtagróða. Eðlisástand enna islenzku fjallalaga sýuir glögglega, hvernig náttúra þeirra hafi hlotið að vera áður en þau hörðnuðu og festust. Stailagrjótið, mandelsteinar og trachýt hafa verið sem blaut leðja, sem lét undan og gat fyllt skörð og holuv; þannig var túff einnig leðja að nokkvu leyti, en að nokkru leyti eins og laus mold. j>essi mold og leðja breiddist út yfir viði vaxið land, þar sem þróuðust hávaxnar eikur, furuviðir, hnottré, beinviður og aðrir skógarviðir. Fjallalögin hafa myndast í sjó; það sem einusinni var þurrlendi, hefir því hlotið að verða sjávarbotn aptur. j>etta hefir orsakast af því, að nýtt land hefir komið upp í suðurátt og rekið hafið norðureptir. Eptir því sem hafið færðist yflr norðurhluta landsins, uxu einnig surtarbrandslögin, og hafiö varð því aldrei mjög djúpt; þetta sést á mörgum túfflögum, sem auðsjáanlega hafa myndast í ókyrrum (grunnum) sjó. Eptir því sem surtarbrandslögin uxu, þá byrjaði ólgan í enum linu efnum undir landinu; af því lögin þrýstust niður af þúnga sjálfra þeirra, þá rifnaði jarðskorpan sem undir var, og en blautu efni þrengdust neðan frá og upp eptir inn í þessar rifur og holur og hörðnuðu þar smám saman (gángar). En þessi byggíng eyddist bráðum aptur, þó ekki algjör- lega, heldur einkum við útrandir landsins. j>ar sem lin efni höfðu þrengst inn í gilin og rifurnar í harðari efnin, þar lilutu en linu efni að þvost á burtu, þetta gerðu hafs- öldurnar, og þannig mynduðust firðirnir, þessar sjóskorur sem liggja inn í landið úr öllum áttum. í fjörðunum liggja

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.