Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 24
24
svæði, en líka drýgra og stæltara, en í samkyns jurtum,
sem vaxa á láglendum. J>ví sunnar sem kemur, því gisnar
standa jurtimar; þar þekkjast ekki en þéttvöxnu tún, þar
sem gras hallast upp við gras og gerir jörðina eins og
grænan, silkigljáandi flöjelsdúk. það eru því einkum gras-
jurtimar, sem gefa landi voru þá prýði, sem mörgurn hefir
geðjast að; þær skreyta hlíðar og dali, og eru aðalstofn til-
veru vorrar. Plestir menn lifa svo, að þeir taka ekki eptir
enum huldu störfum náttúrunnar; hún hvílir aldrei, og hún
lætur öfl sín fremja margvíslega vinnu, ekki einúngis til
eyðileggíngar, heldur og til lífgunar. Heila daga er lítill
lækur að leika við grös og mosa, þángað til hann flytur þau
eitthvað sem þau geta orðið föst og myndað grundvöll annara
jurta. í lieilar árþúsundir eru regn og vindar, snjóar og
bylir að mylja og mýkja hraun og urðir, svo þar verði
hæfilegur jarðvegur fyrir jurtagróðann; þetta sjáum vér í
hraungjótunum, þar sem jarðvegurinn er orðinn svo meyr og
þroskasæll, að þar standa hávaxnar jurtir, vermdar og efldar
af hinni blessandi og frjóvgandi sól. Ef þessi hraun liggja
í friði, og truflast ekki ef jarðeldum, þá munu þau eptir
margar þúsundir ára verða frjóvsamt og gróðasælt land. Á
enum hörðustu klettum byrjar náttúrau líka sitt verk, þegar
tími er til: vindarnir feykja þángað moldardupti, svo fínu,
að enginn tekur eptir því, og frækornum, svo litlurn, að
enginn sér þau; þar kvikna mosar og lýng, og þar vaxa ber
og blóm. Yfir höfuð má telja það víst, að eptir því sem
oss fer fram í andlegum skilníngi, eptir því sem vér tökum
betur eptir náttúrunni, þá muni oss takast að efla jurtarækt
og jarðargróða meir en verið hefir. þ>egar menn gleyma
sjálfum sér, þá gleyma menn jörðinni, en jörðin er allra
móðir. Véf ímyndum oss, að einhverntíma muni menn vinna
eptir tignarlegri og fegri hvötum en verðlaunaloforðum í
silfurpeníngum. — Robert flutti íslenzk jarðepli til París,
og voru þau þar gróðursett og uxu svo, að menn höfðu
aldrei séð þvílíkt af því tagi. J>au voru á ávaxtasýníngu í