Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 48
48
sorpi. — /?) sundbjöllur (Dytiscida) hafa sundfætur, í
mógröfum og tjörnum, stínga rassinum upp úr til að anda;
brunnklukkur; lirfan heitir vatnsköttur--y) hlaupabjöllur
(Carabici): búnguvaxnar, opt málmgljáandi, járnsmiðir.
gullsmiðir. g) Húðvængir (Hymenoptera): 4 vængir,
skinnkendir; hitmunnur. hunángsfluga eða villibýfluga, býr
í jarðholum í þúfum.
6. Lindýr (Mollusca). j>au eru tvíhliðuð, snúin
eða óvegluleg, líkaminn ætíð hulinn húðfati eða möttli, sem
opt smitar úr ser kalkhýði; pau hafa taugahnúta og full-
komin meltíngartól; engin merki til hreifingarköggla;
hreifíngin verður á margvíslegan hátt, með sundfærum,
skriðflögum, eða )>á sogfótum; sum eru föst á legg, mörg
alltaf föst í skelhúsi. Lángflest lifa í sjó og anda með
tálknum, einúngis Eg anda með lúngnapokum. A. Mosa-
dýr (.Bryozoa) eru mjög smá, lík blómdýrum i fyrsta
áliti (en aðgreinast frá þeim á meltíngartólunum); þau
sitja mörg saman í hnappi og eru opt að sjá sem kalkhúð
eða barkarskán á ýmsum hlutum. fau anda gegnum alla
húðina, eða þá með aungunum og lifa víða við sjó, en
verða annars ekki skoðuð til hlítar nema með sjónauka.
kryddsöl (Flustra). — B. Möttuldýr (Tunicata) hafa
húðpoka utan um sig, anda með tálknum; sum sveima
laus í sjónum, og eru hálfgagnsæ og gljúp (Salpa); sum
sitja föst á klettum og likjast skinnkúlum eða leðurhnullúngum
(Ascidia), og hafa því fengið ýmisleg kátleg nöfn. Sum
lýsa í myrkri. — C. Blaðtálk nadýr (Lamellibranchiata)
eru allar eiginlegar skeljar. Miðt í gegnum líkama dýrsins
liggur einn vöðvi, eða tveir, sem eru fastir á yztu endunum við
innra yflrborð skeljanna og mynda þar eitt eða tvö vöðva-
för, og skiptast dýrin eptir því. a) með einu vöðvafari í
skeljunum (Monomya): gluggaskel (Anomia), óæt; hör-
pudiskur (Pecten), einna fegurstur á Islandi (P. islandicus),
fyrrum fluttur út og hafður til ýmissar prýði; af þessum
flokki eru ostrur. b) með tveim ójöfnum vöðvaförum