Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 57
57
hestar, hjá oss með minni tegundum, en eigi lakari. —
(E. Marghæfð dýr, Multungula, eru svín; þau hafa
verið haldin hjá oss í fornöld, en varla þókt bæta í búi,
því þau spilla túnum og kálgörðum). — P. Nagdýr (Ro-
dentia): tvær framtennur í hverjum skolti: völskur og mýs;
völskur eru komnar með kaupförum á seinni öldum (?). — 6.
Rándýr (Carnivora): sex framtennur og tvær stórar
vígtennur í hverjum skolti. 1. Hundar (Canida), höfuð-
lángir, gánga á tánum. a) hundur (Canis familiaris):
sjáaldrið krínglótt; íslenzkur fjái'hundur, aukategund ser. b)
refur (C. lagopus): sjáaldrið aflángt. — 2. Kettir (Felidd),
höfuðstuttir, gánga á tánum; dragklær. heimilisköttur
[Felis catus), leggst stundum út. — 3. Birnir (Ursida):
gánga á allri ilinni, stór dýr. hvítabjörn (Ursus maritimus),
hvítur með gulum blæ, lifir á ís og í sjó, á eiginlega
heima þar sem kaldara er en á íslandi, en kemur stundum
með hafís.