Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 34
34
blómunum; sem minna á fiðrildisvængi; þær eru umfeðmíngs-
gras, baunagras og smári (8).
32. Storkajurtir (Geraniaceae) kallast svo af því efsta
bikarlaufið er opt lángt og mjótt og samvaxið blómleggnum,
og hafa menn líkt því við storksnef; blómlaufin eru fimm;
af þeim eru storkablágresi eða litunargras, sem haft hefir
verið til læknínga og litunar; og stóra blágresi, með
dökkrauðum blómum (3).
33. Hörjurtir (Linaceae) hafa víxlsett lauf, 4—5
skiptan bikar, 4—5 blómlauf; hjáoss er villihör, með hvítu
blómi (1).
34. Hnotblóm (Caryophyllaceae) hafa fimm krúnulauf og
fimmskiptan bikar; ávöxturinn er líkur hnot og tenntur um það
leyti hann spríngur út. Hér til heyra lambagras, ýmsar arfateg-
undir og enar blómfögru Lychnis-tegundir, með rauðum
blómum (ein þeirra nefnist af 0. H. »múkahetta«, sem varla
mun vera íslenzka) (26).
35. Fjólujurtir (Violaceae) hafa fimm misjöfn blóm-
lauf, fimmskiptan bikar, óregluleg blóm, hnotmyndaðan
ávöxt með þremur lokum; af þeim vaxa hjá oss fjóla,
Týsfjóla (þrenníngargras, blóðsóley) (4).
36. Krossjurtir (Cruciferae) hafa ferskiptan bikar og
tjögur krosssett krúnulauf; legglaufin fjöðruð; flestar þessar
jurtir eru ramar að smekk, af því í þeim er brennisteinskend
feiti og eru þær því hafðar til krydds og læknisdóma. Af
þeim eru tegundirnar hrafnaklukka og hrísarfi eða
hjartaarfi (24).
37. Yalmeyjar (Papaveraceae) hafa tví eða þrískiptan
bikar, fjögur krúnulauf; í þessum jurtum er deyfandi safi
og heita þær því og svefnjurtir. Hjá oss vex melasól, með
gulu blómi, og telst með læknisjurtum (1).
38. Brennijurtir (Ranunculaceae) hafa víxlsett lauf,
umfaðmandi legginn; hjá oss eru þetta sóleyjategundir, sem
allar hafa fimm krúnulauf og blómlauf, það eru eiturjurtir og