Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 8

Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 8
8 grænir, gulir og bláir, af ýmsum lopttegundum sem brenna, en skvin hið efra verða rafurmögnuð og slengja út frá sér blossandi eldíngum með þrumuhljómi. Opt og tíðum falla skýin og niður í stórefiis helliskúrum í sjálfum eldgánginum. J>etta er sú náttúrusjón, sem yfirbugar allan mannlegan krapt og anda. Hraunin á Islandi eru talin mest í heimi (Ódáðahraun. Borgarhraun. Eldborg. Reykjanesshraun. Hekla. Skaptárgljúfur). Stundum gjósa fjöllin ösku, leiri og vatni vellanda. Mjög hreinn og góður brenuisteinn myndast í enum íslenzku eldfjöllum, og Frakkar sögðu að hann væri betri en sá á Sikiley. Sartoríus Waltershausen gerir lítið úr honum. Hverir standa í nánu sambandi við jarðhitann, en þeir eru ekki fremur í nánd við eldfjöllin en fjarri þeim. Geysir er frægastur allra hvera á hnettinum, og hafa menn gert sér ýmsar hugmyndir um það, hvernig á honum mundi standa og hvernig því afli væri varið sem knýr vatnið upp úr jörðunni, en víst er um það að það verður með gufumagni. Fjöldi útlendra ferðamanna hefir starað á þessa undursjón, sem Sartoríus Waltersbausen lýsir þannig: «Geysir liggur við Bjamarfell og hefir myndað flatvaxinn hól, 25—30 feta að hæð og 200 feta að þvermáli, úr kísiljörð uppleystri í vatni; ofan í miðjan hólinn er krínglótt skál, 6—7 feta á dýpt og 58 fet að þvermáli; úr henni liggur niður í jörðina 12 feta víð pípa, sem vatnið kemur upp úr. Optast er vatnið kyrt, kristallskært og sægrænt, en smátt og smátt stígur það upp að börmunum og rennur út um smálægðir austanvert á skálinni; á yfirborðinu er hiti þess 76 til 89° C., en áður en hann gýs, er það 127° á 70 feta dýpi; eptir gosið er það 122° C. Með einnar stundar og 20—30 mínútna millibili svellur vatnið með undirgángi og gný upp að skálarbörmunum, vellur upp og gýs eitthvað 20 fet í lopt upp með megnum gufuþvt; millibilin á milli þessara gosa styttast alltaf meir og meir, uns loksins eitt ógurlega mikilfengt gos kemur, að jafnaði einusinni á hverjum 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.