Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 35

Gefn - 01.01.1874, Qupperneq 35
35 illar til fóðurs, nema þurkaðar; þær eru og notaðar til-að brenna sár. Blómin eru optast gul, stundum hvít á litinn; það eru sóley eða brennisólev, lónasóley, flagasóley, dverga- sóley, lækjasóley eða hófblaðka, og vélindisjurt, sem líklega er sama nafn og Velantsurt (sem er annars kyns og afbakað orð úr »Völundarurt«), á henni hefir líklega verið átrúnaður, því hún á sér ýms önnur nöfn (krossgras, brjóstagras, kverkagras, júfursmein) (13). Hér eru einúngis taldar innlendar jurtir, eða þær sem menn ekki vita til að gróðursettar hafi verið; þó má vera að sumar hafi komið með mönnum utanlands frá, og æxlast smám sarnan, svo sem kúmen, viðviudill (ef hann finust) og fleiri jurtir, sem þannig eru orðnar inulendar. Káltegundir, jarðepli o. s. fr. eru flutt frá útlöndum, eins og skrautjurtir þær sem hafðar eru sumstaðar í gluggum og görðum, og þróast þær ekki nema með ræktun. í fyrsta kaflanum höfum vér drepið á þær jurtir, sem á enum fyrri öldum hafa vaxið hér, en eru undir lok liðnar og finnast í jörðu (surtarbrandur). Af þeim jurtum og mosategundum hefir og mórimi myndast, og myndast ávallt af mosanum, sem sígur í skaut jarðarinnar og myndar nýjan mó, á meðan nýr mosi vex ofaná. III. Um dýr. Að ýmsu leyti er hægra að eiga við jurtirnar en dýrin. Jm-tirnar standa kyrrar þar sem þær vaxa, þær þekja víða stórar flatneskjur, gefa löndunum sérlegt útlit, og það er hægra að finna þær; dýrin þar á móti hreifast úr stað, það er torveldara að handsama þau og finna þauT og þau eru svo strjál, að menn taka miklu síður eptir þeim. En þar sem jurtin stendur kyr, og gerir ekkert af 3*

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.