Gefn - 01.01.1874, Blaðsíða 15
15
20. Augit, Pyroxen: einbrotinn kristall. harka 5Vs.
búngi 3. hefir minni kísilsýru í sér en 19. í stuðlabergi.
(Diopsid, bleikgrænn. Kokkolith. svartur.)
21. Asbest eða Amiant telst sumpart með Augit,
sumpart með Hornblende (práðmyndaðir, ve'rða spunnir saman
við liamp. bergkork. bergleður).
f) Gimsteinar, dýrir steinar.
22. Olivin: skástrendíngskristall. harka 7. þúngi 3,4.
skeljabrot. glergljái. dökkgrænn, gulur, brúim. eyðist í
brennisteinssýru. finnst í öllum stuðlabergsgörðum. fagur-
grænn og gagnsær Olivin heitir Chrysolith.
D. Járn.
23. Seguljárn: teníngskristall. harka 6. þúngi 5.
sárið skelbrot, bik-málm-gljáandi; járnsvart, rispan eins.
segulmagnað.
24. Títanjárn.
25. Mýrajárn (sjá að ofan bls. 6) sezt í mýrar og
myndar víða heilur og lög eða steina. (víða notað til
rauðablásturs enn í Svíþjóð, Rússlandi, á Norðurþýzkalandi;
líklega fyrrum hjá oss).
26. Járnkís, Brennisteinskís: á víða heima. teníngs-
kristall margbreyttur; skeljabrot. harka 6. þúngi 5. sterkur
málmgljái. ljósgulur, gullgulur. rispan grænsvört. 46%járn.
stundum lítið af gulli og silfri. leysist í saltpéturssýru.
bráðnar fyrir blásturpípu. opt einstakur. opt á öðrum steinum.
opt í stórum hnullúugum. finnst eiginlega í málmnámum
eða þar sem málma gæti verið von, eða surtarbrands og
steinkola.
Loptslag íslands er mildara en ráða mætti af hnatt-
stöðu þess, því hafið mildar vetrarkuldann eins og það kælir
sumarhitann; þar að auki koma en miklu sjávarföll sunnan
úr heimi og verma norðurhafið sem kríngir land vort; en
þetta spillist raunar töluvert af hafísum þeim, sem berast