Gefn - 01.01.1874, Page 28

Gefn - 01.01.1874, Page 28
28 9. llfafætur (Lycopodiaceae) líkjast mosum, liggja optast niður á við og eru sígrænar jurtir. Af þessum flokki er jafni, sem þegar í fornðld var hafður til litunar hér á landi (8). B. Einfrævíngsjurtir (Monocotyledones). 1. Grasjurtir (Gramineae) hafa holan legg rneð hnútum eður knjám. |>að eru allar punttegundir, melur, reyrgresi og ýmsar aðrar jurtir sem vér köllum engu sér- stöku nafni, en sem lysa sér sjálfar í flokkinn. þ>ær eru enar beztu fóðurjurtir og eru allt grængresi sem á túnum vex (44). 2. Starjurtir (Cyperaceae) hafa hnútalausan legg mergjaðan eða ekki holan. |>ær vaxa í sendnari og magrari jörðu en grasjurtirnar, einnig í mýrum og á votlendum engjum, og eru kallaðar lakari til fóðurs (51). 3. Sefjurtir (Juncaceae) líkjast enum tveimur næst- nefndu flokkum, nema leggurinn er eins og hreistraður. fessar jurtir vaxa í vatni, tjörnum og veitum (13). 4. Liljujurtir (Liliaceae). Til þessa flokks, sem er frægur fyrir litfagrar skrautjurtir erlendis, heyrir lásagras eða fjögralaufasmári, sem talið hefir verið með töfragrösuin og mun að minnsta kosti vera sjaldgæft á íslandi (4). 5. Gaukjurtir (Orchideae) hafa einkennilega mynduð blóm; þartil heyra nokkrar jurtategundir hjá oss, meðal hverra hin merkilegasta er hjónagras (einnig kallað elsku- gras, vinagras, graðrót, Brönugrös og Friggjargras), sem menn hafa haft átrúnáð á til ásta, og sýna það en mörgu nöfn, sem jurt þessi nefnist. Blómið er purpurarautt og laufin flekkótt. þessi jurtaflokkur er mjög fjölskrúðugur í enum heitari löndum (13). 6. Sældíngsjurtir (Alismaceae) vaxa í votlendri og sendinni jörð; þar til reiknast tvær tegundir, sem önnur heitir sandlaukur, en hin er nafnlaus; þessar jurtir vaxa og um alla Norðurálfuna (2).

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.