Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 2
2 II. Hagagarður. Landnáma getur þess (V. 12), að Ketilbjörn gamli gaf Ás- geiri Úlfssyni, dótturmanni sínum, Hlíðarlönd »fyr ofan Haga- garð«. Um Hagagarð vita menn ekld annað. En munnmæla- sögn er: að Ketilbjörn hafi látið búsmala sinn ganga fyrir aust- an Brúará, og látið gjöra garð frá henni austur að Tungufljóti, svo fjenaðurinn væri í sjálfheldu; en smalamaður hafi hafzt við í skála, þar sem bærinn Skálholt var reistur síðar. Sú sögn er einnig um garðlagninguna, að þá er þrælarnir, sem lögðu hann, voru komnir með hann vestan frá Brúará austur á holtið, þar sem nú er bærinn Miklaholt, þá hafl þeir hvílt sig undir steini og sofnað; hafi Ketilbjörn þá komið að þeim og drepið þá fyrir ótrúmennskuna. Segja sumir, að hann hafl velt steininum ofan á þá, og tekið svo fast á honum, að fingraförin sjáist. Er því víst bætt við að gamni sínu, því steinninn er heilstórt bjarg úr »dóleríti« með smáholum hjer og hvar. Steinninn heitir enn Þræla- steinn, og svo hjet líka kot, sem stóð skammt frá honum, og var í byggð fram á 18. öld. Þar fyrir ofan og vestan er mikill part- ur af holtinu nú upp blásinn. En austur að þeim uppblástri ut- an frá Brúará sjer enn fyrir þráðbeinum garði afarfornum: hann er á þurrlendi en þó svo niður sokkinn, að hann er ekki hærrí en landið til hliða, en er þó vel afmarkaður og er nálega 2 fðm. á breidd (þykkt). Hann er nú kallaður Þrœlagarður. Þess nær sem dregur uppblæstrinum, þess óglöggari verður hann, sem von er, unz hann hverfur alveg. Ekki sjest hann þar, sem blásið er, því grjót hefir ekki verið haft í hann. Fyrir austan uppblástur- inn rennur lækur fram með holtinu ofan i mýri, dreifist þar og verður að keldu, er rennur í svo nefnt Klukknagil. En upptök þess gils er önnur kelda, er kemur austan frá Smáholtum fyrir neðan Torfastaði. Frá botni þeirrar keldu sjer aptur fyrir forn- um garði, er mjög líkist hinum; hann er þráðbeinn austur á brúnina fyrir ofan bæinn Hrosshaga, en þá tekur við mýri, sem nær ofan að Tungufljóti, og er ekki von hann sjáist þar. Hafi nú, sem ekki er ólíklegt, keldurnar verið lækir til forna, og gjörðir gripheldir af mannavöldum eða náttúrunnar, og hafi Þrælagarð- ur náð alveg að Miklaholtslæknum, — sem ógjörla sjest, þvi það er svo nærri uppblæstrinum, — og hafi hinn garðurinn náð alla leið ofan að fljótinu, þá er hvorttveggja garðurinn einn og hinn sami, og án efa sá Hagagarður, sem Landnáma nefnir og sem munnmælin segja að náð hafi frá Brúará að fljótinu. Að minnsta

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.