Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 3
3 kosti stendur það vel heima eftir afstöðu, að Þrælagarðurinn sje Hagagarður sá, er Lndn. nefnir, svo að um hann getur naumast verið vafl. 0g aftur getur Hagagarður hugsazt að standa í sam- bandi við bæjarnafnið Hrossáac/a, þó þess þurfl raunar ekki. III. Skálholt. Það mætti ætla í fljótu bragði, að talsverðar fornleifar sæist í Skálholti. En það er þó mjög lítið, og er slikt eigi undarlegt, þegar að er gætt. Því þar sem byggð heflr ávallt haldizt, hefir hver breytt annars verkum, mann fram af manni, svo bygging- ar sjást þar að eins i siðustu mynd. Nú á dögum man enginn eftir byggingum þeim, er þar voru á dögum Finns biskups. En Sigurður Pálsson bóndi á Laug, fróður maður og minnugur, heflr sagt mjer, að þá er hann bjó á Spóastöðum i Skálholtssókn (fyrir 1850), hafi í Skálholti verið sveitarkarl, er Jón hjet Jónsson, þá orðinn gamall og blindur, en hafði áður búið lengi i Laugarási og verið þar upp alinn. Hann hafði þótt merkismaður, greindur vel, skaldmæltur og snilldarmaður. Hann hefði sagt sjer margt um hýsingu á staðnum á Finns dögum. Þá lágu traðirnar aust- an að bænum, eins og nú, fyrir neðan kálgarðinn, vestur fyrir hann og þar upp K hlaðið. Þangað lágu líka aðrar traðir vest- an og neðan að hjá Þorláksbrunni, sem enn er þar vatnsból. Þá var þar raunar ekki kálgarður; en fram við austurtraðirnar, þar sem nú er kálgarðurinn, stóð þá bær Magnúsar lögmanns, og sneru þil á honum suður. Biskupshúsin voru þar, sem nú er bær- inn. Var sem forskáli framan við þau, kallaður »portið«, ogvar innangengt úr því í öll húsin. Fyrir vestan bæinn lágu norður- traðirnar af hlaðinu upp hjá Staupasteini og upp fyrir norðan kirkjugarðinn, eins og nú, og heygarðurinn var þar, sem enn er vesturbæjar'-heygarðurinn vestanmegin traðanna hjá Staupa- steini. En þar fram af, fyrir vestan hlaðið, þar sem austurbæj- ar-heygarðurinn er nú, var þá mikil útihúsaröð, er öll höfðu þil og sneru suður. Fyrir austan bæinn var undirgangurinn (úr »portinu« ?) upp í kirkjuna, og skólahúsin fyrir austan hann. Þau voru tvö samhliða, og sneru þilin til suðausturs. Austur frá þeim var »aldingarður«, er lá í brekkuhalla upp að kirkjugarðinum. Þar voru ræktaðar ýmsar jurtir, og hefir kúmen verið þar síðan. 1) Það er nefnilega tvíbýli í Skálholti. 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.