Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 13
13 tóftir óskipulega settar á móa, sem þar er. Á einum stað virðist votta fyrir garðlagi milli þeirra, sem óvist er til hvers verið heflr. En lægðirnar munu hafa verið hafðar til leiksvæða og búðunum raðað kringum þær fyrir fegurðarsakir. Allar virðast tóftirnar nokkurn veginn jafnar á breidd: nál. 5 faðm. út á veggjabrúnir, en munur er á lengd þeirra: frá 6 föðm. til 10 faðm. og eru flestar þar á milli. Hinar óglöggustu verða ekki mældar með vissu. Það mætti uú virðast undarlegt, að kenna þingið við Árnes, ef aðalstarf þingheyenda hefði farið fram á þessum stað, sem ekki er í Árnesinu. En svo heflr ekki verið. Það hefir farið fram nokkuð fjarri þessum stað, fram 1 Árnesi við Þinghól, sem fvr er nefndur. Á lágum bergrana sunnan undir hólnum er mann- virki mikið, sem enn i dag er kallað »dómhringurinn«. Það er kringlótt, hlaðið af grjóti og nál. 8 faðmar i þvermál út á brúriir að ofan. Ekki er hægt að ákveða með vissu hina upprunalegu hæð hans að utan, þvi við það, að jarðvegurinn í kring hefir blásið burt, heflr ytri hleðslan dregist niður og út á við og gengið úr lagi allstaðar nema þar, sem að hólnum veit, þar er hún ó- högguð, en miklu lægst, því rætur hólsins liggja þar fram að og hakka upp að utan. Þó má fullyrða, að ytri hleðslan hefir verið fullra 3 álna há, og líklega meira þar, er frá hólnum veit. Þar hafa dyr hringsins verið, og er svo að sjá, sem þær hafi ekki náð niður úr gegn, heldur að uppgengt hafi verið i hann. Þó sjest það ekki með vissu. Þykkt veggjarins að ofan sjest heldur eigi glöggt, því grjótið hefur hrapað inn, svo hringurinn er fullur með urð nema f miðjunni. Þó þykir mega fullyrða, að þykktin hafl ekki verið minni en 1 faðm. (3 áln.) að ofan. — Af þvi hringurinn líkist nokkuð stórum fjárborgum við sjáfarsiðu (t. d. í Selvogi), og af því að lengi hefir verið venja, að láta fje ganga úti í Árnesinu fyrri hluta vetrar, þá heflr sú getgáta komið fram, að mannvirkið sje fjárborg en ekki dómhringur. Setjum nú að svo væri, — enda þó slíkar fjárborgir hafi aldrei tiðkast til sveita, — þá hefði fjáreigendur líklega haldið honum svo við, að hann ekki sljett-fylltist af jarðvegi. Nú er þó svo. Setjum að það hafi samt orðið af hirðuleysi: þá hlyti þó að sjást leifar af teðslu úr fjenu frá þeim tíma sem borgin hefði verið notuð. Til að taka af öll tvimæli með þetta, ljet jeg grafa gröf niður í miðju hringsins, þar til fyrir varð samskonar móbergslag, sem sjest fyrir utan hann. Varð gröfin á 4. alin á dýpt. En þar var hvergi neinn vott af teðsluleifum að finna, heldur var

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.