Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 4
4 Þannig lýsti Jón blindi staðnura eins og hann hafði verið á sið- ustu árum Finns. En ekki vissi Jón hvaða byggingar verið höfðu báðum megin við vesturtraðirnar hjá Þorláksbrunni. Þar sjást miklar rústir, en þó engin húsalögun. Þær eru vist eldri.— Jón biindi var nær 100 ára gamall og dó litlu fyrir 1850. — Þar sem »undirgangurinn« var upp í kirkjuna, sjest enn djúp laut, og liggur hún að miðri suðurhlið kirkjunnar. Þar hefir áðurverið framkirkjan, — því meðan þar var dómkirkja, hefir hún verið meir en helmingi stærri en kirkjan, sem nú er. Sjest nokkurn veginn fyrir ummáli hennar fyrir aftan kirkjuna nú. Þar hefir tekið við aðal-breidd hennar, — þvi hún hefir verið byggð í kross. Hefir norðanmegin heitið norðurstúka, og verið hjer um bil 5 faðma löng (eftir kirkjunni) og 3 fðm. breið (út frá kórsbreidd). Að sunnanverðu var suðurstúka, og sjer ógjörla fyrir stærð henn- ar, en virðist hafa verið viðlíka og norðurstúkan. Kórinn þar aftur af, hefir verið 7 fðm. langur og 5 fðm. breiður. Allt það svæði, sem kirkjan hefir náð yfir, er nú fullt af grjóti, hvar sem teini er niður stungið og sumir steinarnir sjást. Hefir því grjóti verið raðað undir timburgólf dómkirkjunnar, því öll hafði hún verið úr timbri; svo sagði Sigurði Jörundur, bóndi á Laug, Illugason smiðs. Hann var smiður góður, sem faðir hans, og hafði verið með að taka ofan dómkirkjuna um aldamótin. Hann varð gamall og dó á Laug löngu eftir að Sigurður flutti að Haukadal (en Laug er hjáleiga frá Haukadal og þar nærri;. Sagt er, að kaþólsku biskuparnir hafi verið grafnir i norðurstúkunni. Þó er þar ekki dýpra á klöpp en manni i öxl; — ljet jeg grafa þar dá- litla gröf og fylla aftur. Ekkert fannst þar, utan hauskúpubrot litið, og járnnagli svo sem J/2 þuml. langur. Hafi hann verið úr likkistu, þá hefir hún verið úr þunnum borðum. Norðaustantil i kirkjugarðinum er tóft, sem enn heitir Þorláksbúð, nál. 6 faðma löng og 3 fðm. breið. Þar ljet Ögmundur biskup syngja messu, eftir að kirkjan brann. — Fyrir norðan traðirnar, uppi á túninu, er óglögg rúst af svo nefndu »viðarmannahúsi«, sem um er getið þá er kirkjan brann. Norðvestast f túninu heitir íragerði, þar er sýnt leiði hinna írsku sveina Jóns biskups Gerrekssonar. Það er upphækkun nál. 12 fðm. löng og nál. I1/* fðm. breið. Enginn veit nú, hvar Diðrik af Mynden og menn hans eru dysjaðir. Jeg ljet grafa þar, sem líklegast þótti, i og hjá Söðulhól, og varð einskis visari. En það er ekki að marka, jarðvegur austur frá hólnum er blautur, dysin því sokkin niður og ófinnanleg. — í kirkjunni og við kirkjudyrnar eru nokkrir legsteinar og legsteina-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.