Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 6
0 Hannesar, Jóns Wídalíns, Þórðar, Jóns Árnasonar, Sigfúsar Þórð- arsonar og Jóns Halldórssonar, og fylgir sú afskrift hjer með. Nokkra forngripí á kirkjan í Skálholti enn. Þeir eru: Ljósa- hjdlmur mikill af kopar með 15 (o: 7+8) liljum. Altarisbrún með 14 silfruðum látúns(?)doppum, og fylgir sú sögn: að þetta sje belti Þórgunnu. Ilökull úr rauðu silkiflöjeli (?) með rósum. Á honum eru breiðir, útsaumaðir borðar bak og fyrir og yfir um báðar axlir; á þeim eru margar fagrar og vandaðar myndir, t. d. (ábakinu): Kristur á krossinum og María hjá, en engill rjettir benni bikar; María með barnið (á tveim stöðum) og margar aðr- ar. Ljósastjákar tveir úr kopar; á þeim stendur: »Islands Com- pany 1651«. — í bæjarhurð austurbæjarins er digur járnnagli með koparhnúð á endanum, hreisturskornum, hafður fyrir hand- fang. Segir Sigurður Pálsson, að sig minni fastlega, að þessi nagli hafi verið i skemmuhurð i Skálholti áður, þá er hann bjó á Spóastöðum. En sú skemmuhurð hafði verið flutt i Skálholt frá Snæfoksstöðum, en þar hafði hún verið kirkjuhurð áður. Ef til vill er það sama hurðin, sem nú er bæjarhurð, því nýleg er hún ekki að sjá. — Mjög er áríðandi að vernda hinar fáu forn- menjar, sem enn finnast í Skálholti. IV. Hoftóft í Úthlíð o. fl. Hoftóft Geirs goða er sýnd í Úthlíð niðurundan bænum i túnjaðrinum, og liggur mýri að henni neðan og vestan. Það er ákaflega mikil rúst, næstum sporöskjumynduð, nál. 60 faðm. um- máls og allt að 3 al. á hæð frá jafnsljettu sumstaðar. Hún ligg- ur frá austri til vesturs. Meir en helmingur rústarinnar að aust- anverðu er ein stór tóft um 10 faðm. á lengd og viðlíka á breidd, mælt út á veggi, en þeir eru allstaðar ákaflega fyrirferðar mikl- ir. Hornin eru ekki hvöss, en þó er tóftin fremur ferhyrnd en kringlótt. Dyr hafa verið út úr norðvestur horninu. Rjett fyr- ir vestan þær hafa verið dyr inn í aðra tóft, sem liggur vestan- við hina. Milli þeirra virðist þó ekki hafa verið einn veggur, heldur tveir og mjótt sund á milli. Sú tóft er 10 faðm. löng, hún liggur frá norðri til suðurs yfir þvera rústina, og 2 faðm. breið nær dyrum en 3 faðm. nær gafli. í henni innanverðri vottaði fyrir lítilli upphækkun. Vestan við innri (syðri) enda hennar er 3ja tóftin; hún er mjög lítil: nál. 3 faðm. löng og tæpl. 2 faðm. breið og snúa dyr suður. Undir henni og miðtóft-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.