Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 21
Rannsóknir í Rangárþingi sumariö 1893. Af Brynjúlfl Jónssyni. ■---i--- I. Þórsmörk. Ornefnið Þ'orsmörk nær nú á dögum að eins yflr landið milli Krossár og Ljósár, sem báðar koma úr Merkurjökli og renna í Markarfljót. Fyrir innan Ljósá kallast nú Almenningur, en hefir óefað talizt með Þórsmörk til forna. Þórsmörk er hálendishjalli, ósljettur mjög með þröngum giljum, djúpum daladrögum, háum hömrum og bröttum brekkum. Margar þeirra eru skógi vaxnar og einkar tagrar, en sumstaðar eru þær þó blásnar eða skriðu- runnar. Allt landslag er þar svipmikið og næstum hrikalegt. Krossá og Ljósá renna sín eftir hvorum dal. Þó er Krossárdal- urinn líkari löngu og breiðu gljúfri en eiginlegum dal. Ljósár- dalurinn er aflendari; þó er hann mjög undirlendislaus og er þvi nefndur Þröngur og áin (Ljósá) nefnd Þröngá öðru nafni; landið fyrir innan Ljósá er sljettara yfir að líta; en nú er það líka blásnara. í brekkunni upp frá Ljósá að innanverðu er forn bæjarrúst, sem kom í ljós snemma á þessari öld á þann hátt, að jarðvegurinn bljes burt, en grjótlögin sáust eftir. Meðal annara, sem skoðuðu hana, er hún var ný komin í ljós, var Sigurður hreppstjóri ísleifsson á Barkarstöðum; þá lá rústin á mold, og mátti vel sjá undirstöður tóftanna. Aftur kom hann þar 30 árum síðar. Þá var öll moldin blásin burt, og við það haföi grjótið færzt úr stað, svo nú sáust engar undirstöður, en að eins óreglu- leg breiða þar sem rústin var. Þetta sagði Sigurður mjer sjálfur 1885. Nú litur rústin eins út og þá, er Sigurður sá hana síðar.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.