Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 8
8 í Múla í sörau sveit. Hann er lítill; vegur á að gizka 8—9 fjórð- unga. Brún er neðau á honum, svo hann getur ekki staðið rjett- ur nema í lægð eða með því að undir hann sje sett. Er að sjá sem brotnað hafi skáhalt neðan af honum. Bollinn í honum er vel myndaður, kringlóttur, nál. lj4 al. í þvermál og 3—4 þml. á dýpt. Nu er steinninn við smiðjudyr í Múla, hafður fyrir herzlu- þró við smávegis járnsmíði. V. „Lögrjetta í Haukadal“. Milli Helludals og Neðradals (Neðra-Haukadals í Biskups- tungum heitir á einum stað Laugartorfa milli gilja tveggja aust- anundir fjallinu. Hún er vaxin hrísi, og er það að aukast. Þar eru rústir neðst í torfunni, auðsjáanlega af fornum þingstað. Sjest þar hringur, eins og víðar á fornum þingstöðum, rúml. 8 faðm. í þvermál. Búðatóftir sjást þar nokkrar, fyrir víst 12 eða 13 og geta vel verið fleiri, því íllt er að sjá þær, einkum siðan hrísið fór að aukast. Svo heflr og gilið, sem öðrum megin er, bæði brotið af torfunni, og líka borið skriðu yflr hana neðan til, og er bágt að segja hve margar búðatóftir það kann að hafa eyðilagt. Engar sögur fara af því, hvaða þing hjer hefir verið háð. En í sögu Guðmundar biskups Arasonar, 8. kap. segir svo: »Þá er Guðmundur var XVII vetra var .... lögrjetta i Haukadal«. Litur út sem alþingi liafl þá verið flutt þangað um hríð, líklega vegna ófriðar með mönnum, þó frásagnir um það sjeu nú ekki til. Er hugsanlegt, að þingstaðurinn sje frá þeim tíma. VI. Rúst hjá Helludal. Mjer var bent á að skoða rúst í túnfæti í Helludal. Það er ein tóft, æði stór og hjer um bil kringlótt. Mun það vera stakkgarður, er Haukadalsmenn hafa notað áður en bær var gjör í Helludal. Þar er og annar stakkgarður neðar í engjun- um; þeir tíðkuðust mjög til forna, og drógu menn þaðan heyið á sleðum á vetrum, er hjarn var. VII. Marteinslaug. t Marteinslaug heitir fyrir vestan tún í Haukadal. Ovíst er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.