Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 23
23 undir Fauskheiðar-rananum, en þó laus frá honum úti í aurnum. Steinfinnstaðir voru ekki á Þórsmörk, en þó fyrir innan landnám Ásgerðar. Þar heitir nú Steinsholt og Stahhholt. Getur verið, að nafnið Steinfinnstaðir hafi breyzt í Steinsholt. I norðanverðu Steinsholti heitir Hoftorfa. Þar heflr því búið höfðingi, er heflr haft hof á bæ sínum. Rúst sjest þar engin, sem ekki er von- þar liggja nú skriðjöklar fram á lægstu hjalla, en jökulaur yfir undirlendi öllu. Aður hefir þó verið þykkur jarðvegur yfir þessu landi, og er enn eftir af honum dálitil torfa, sem liggur upp að há-hömrum hjá upptökum Steinsholtsár. Þar sem Lndn. nefnir »bjór ónuminn milli Krossár og Jöldu- steins«, þá er aimennt talið víst, að þar sje átt við Goðaland. En það getur þó ekki verið nema því að eins að Hvanná, sem skil- ur Goðaland frá Stakkholti, hafi aldrei runnið saman við Krossá, eins og hún gerir nú, heldur fylgt Stakkholts-brúninni, og komið í fljótið hjá Jöldusteini, en Krossá hafi fylgt Þórsmerkur-brúninni og komið i fljótið dálítið norðar. Þá hefði hin langa og mjóa landræma milli ánna óneitanlega átt skilið að nef'nast bjór1. En heldur er það samt óliklegt, þó það sje ekki óhugsandi, að hún hefði haldið sjer saman hangandi svo langan veg milli slíkra straumvatna, sem þær ár eru. En hafi þetta ekki verið svo, hafi Hvanná runnið strax í Krossá líkt og nú, þá er tvennt til: ann- aðhvort er ritvilla í Landn., og á að standa: »milli Krossár og Hvannár« í staðinn fyrir: »milli Krossár og Jöldusteins«, eða »bjórinn«, sem Jörundur fór eldi og lagði til hofs, á ekki skylt við Goðaland — og satt að segja, gefur Lndn. ekkert tilefni til að ætla, að það sje eitt og hið sama. Nú er svo að sjá af Njálu, að alfaravegur hafi legið um Goðaland, og þá líka um Þórsmörk. En nú er Þórsmörk svo ill yfirferðar, og hefir víst allt af verið, að alfaravegur hefir þar naumast nokkurn tíma verið, nema því að eins, að hann hafi legið á undirlendinu, sem að öllum likind- um hefir verið vestan fram með henni. En þá gat hann heldur ekki komið á Goðaland, nema tangi þess hafi náð vestur undir fijót og verið sama sem »bjórinn«. Því »bjórinn« hefir hvort sem er hlotið að liggja þar út frá, og er því nú auri hulinn, eins og allt undirlendi á þessu svæði. Langanes heitir enn undirlendið inn með Markarfljóti fyrir innan Stóru-Mörk inn að Jökulsá, sem rennur í fljótið skammt frá Jöldusteini, og mun þó hafa runnið enn nær honum áður. Nokkru innar en í miðju Langanesi heita 1) Bjór mun vera sama sem mjó landræma.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.