Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 36
36 eða axarskapt, en öxin er mjög algeng einkunn hans og mun hún eiga að tákna öxina Hel, ágætt vopn, er Olafur konungur bar í orrustum og þótti sigursæl (sbr. Hkr. M G. k. 29). Á fót- stalli líkneskisins stendur með upphleyptum stöfum, er virðast hafa verið gyltir, en stallurinn að öðru leyti svartur: SANCTUS OLAUS REX NORVEGIÆ. Nú er líkneski þetta orðið töluvert laskað. Lithúðin utan á því heíir verið töluvert þykk, hvít innst og hinir aðrir litir þar utan á; en þessi húð er nú víða fiögnuð utan af, einkum á fót- stallinum, og er búið við að meira detti burt af henni, er fram líða stundir; þó mun víðast hvar mega sjá, hvernig líkneskið hefir verið litt upphaflega. Þumalfingur og litlifingur á hægri hendi eru brotnir at að mestu, og á vinstri hendi er þumalfing- ur brotinn en hefir verið festur við aptur með járnnagla; þrjú hornin af fótstallinnm, sem hafa verið aukin á upphaflega, eru nú glötuð og framan úr handkrikanum hægra megin hefir fiask- azt stórt stykki, sem nú er glatað, og víðar hafa flaskazt úr smáflísar. Laufin á kórónunni eru öll brotin af að meira eða minna leyti, nema eitt er heilt að mestu, og má því sjá, hvernig hún hefir verið upphaflega. I sögunum er Olafi konungi svo lýst, að hann hafi verið »ekki hár meðalmaðr ok allþrekligr, sterkr at afli, ljósjarpr á hár, breiðleitr, ljóss ok rjóðr í andliti, eygðr forkunnarvel, fagr- eygr og snareygr, svá at ótti var at sjá í augu honum, efhann var reiðr» (sbr. Hkr. OH. k. 3). En þótt lýsing þessi sé glæsi- leg og fagurlega orðuð og sýni, hvernig menn hér á landi á 13. öld hugsuðu að Olafur konungur hefði verið ásýndum, en sögu- sagnir um vöxt hans og burði gátu hafa haldizt óbrjálaðar að mestu til þess tíma, og þótt líkneskið sé yfir höfuð mjög velgert og sýni fturvaxinn mann, þá ber þó ýmislegt f milli, svo að lít- il eða engin líkindi eru til að iíkneskið sé gert eptir fornum lýs- ingum af Olafi konungi; líkneskið er t. d. miklu fremur af lang- leitum manni og toginleitum, en »breiðleitum«, og það virðist fremur eiga að sýna háan mann og grannvaxinn, sem þó svar- ar sér fullvel, en Olafur konungur var »ekki hár meðaimaðr ok allþrekligr« og kallaður »hinn digri«. Það eitt verður sagt um aldur líkneskis þessa, að það mun varla vera eldra en frá 15. öld, enda er þess hvergi getið f fornum máldögum kirkjunnar á Kálfafellsstað og eru þó til 3 máldagar þeirrar kirkju frá 14. öld eða 1343 (Dipl. Isl. II, nr. 494), 1367 (s. st. III, nr. 191) og 1397 (Vilkinsmáldagi) og er ó-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.