Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 11
11 það er, þá hafa þessi blóthús ekki verið annað en heimilishof. Mun það hafa verið nokkuð almennt, einkum hjá þeim bændum, sem í goðorðum áttu, að hafa slík hof heima hjá sjer. Ekki er hægt að segja, hver í Fjalli bjó og hofíð átti. Sögur geta þess ekki. Það hefir þó án efa verið mikilsháttar maður. Mjer hefir dottið í hug, að Úlfur Uggason, sem nefndur er í Kristnisögu, Njálu og Laxdælu, hafi búið í Fjalli. Úlfsgil gæti verið kennt við hann. Það er sunnan í Vörðufelli, en bærinn Fjall er vest- anundir sama feili. Úlfur hefir verið mikilsháttar maður, þar eð hann áræddi að deila við Ásgrím Elliðagrímsson, og hefði haft hærra hlut, ef Gunnar hefði ekki veitt Ásgrími lið. Úlfur hefir eigi búið í mikilli tjarlægð frá Þorvaldi hinum veila, er hann vildi fá Úlf í nokkurskonar bandalag við sig, móti þeim Þangbrandi og Guðleifi. En Þorvaldur bjó að Vík í Grímsnesi. Þar heitir nú Heyvik, en sumir kalla Eyvík,1 og er skammt fyrir utan Hvítá næstum móts við Fjall. Við þessar líkur á tilgátan að styðjast. X. Árness-Þingstaburinn forni. Árness-Þingstaðurinn forni hefir, eins og Árness-þing sjálft, nafn sitt af Arnesinu, sem nú á timum er ey mikil í Þjórsá fram undan Hofi í Gnúpverjahrepp. Nafnið bendir þó til þess, að Ár- nesið hafi áður verið landfast, en ekki ey eins og nú. Fyrrum rann Þjórsá fyrir sunnan það; er þar enn farvegur hennar all- breiður og rennur dálítil kvísl í honura, en aðal-áin rennur nú fyrir norðan Árnesið og skilur það frá Árnessýslu. Hefir sú breyting orðið á miðöldunum, og liklega smátt og smátt, annars væri hennar getið sem merkis-viðburðar. Hraun er undir jarð- veginum í Árnesinu, og er það framhald hraunsins sem myndað hefir Hofsheiði; en framhald Árness-hraunsins er hraunið undir jarðveginum á Skeiðunum. Norðausturendi Árnessins er áfastur Hofsheiði á mjóum hraunrima. Yfir um hann hefir áin brotið sjer farveg og fellur norðvestur af brún hans um foss, er Búði heitir eða upprunalega Búðafoss, og hefir hann nafn af þing- búðunum. Það nafn hefir fossinn því hlotið að fá á meðan þing- staðurinn var notaður og áður en búðirnar lögðust niður. Foss- 1) Rjettara mun Heyvík. Mun Vík í Grímsnesi hafa verið aðgreind frá Vík í Grafningi með því, að hún var kennd við hey (Heyvík) en hin við haga (Hagavík) eftir landskostum hvorrar fyrir sig. 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.