Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 16
Rannsóknir í Skaftafellsþingi sumarið 1893. Af Bryiijúlfi Jónssyni. -------- i. Hinn forni þingstaður á Leiðvelli. Svo hagar til á Leiðvelli, að garaalt hraun hefir skipzt þar skammt íyrir ofan. Hefir þar orðið hraunlaus þríhyrna, og er móberg undir jarðveginum í henni. Það er víða ójafnt með hól- um og lægðum. I þessari þríhyrnu er túnið og bærinn á Leið- velli og nokkurt land annað. Það er enn allt óblásið. Djúp lág liggur sunnan undir suðurbrún nyrðri hraunkvíslarinnar; það er auðsjáanlega uppgróinn farvegur eftir læk eða litla á. Má vera það hafi verið kvísl úr Landánni, sem fyrir jarðeldinn 1783 var einn hluti Skattár, og rann fram eftir eystri hraunkvíslinni út í Kúðafijót. Að því fljóti ná báðar hraunkvíslarnar, sem hjer voru nefndar. Þar sem hin nyrðri hraunkvísl skagar lengst vestur i fljótið, er hátt klettnef, sem heitir Kúðanet. Fylgir því örnefni sú sögn, að til forna hafi Kúðafljót verið skipgengt stórskipum, eða jafnvel fjörður allt þangað upp. Hafi »berghald« verið klapp- að gegnum klettsnös í Kúðanefi, til að festa skip við, og hafi það berghald sjest lengi fram eftir öldum, löngu eftir að hlaup úr Kötlu hafði fyllt fjörðinn af aur. Nú er »berghaldið« samt horfið fyrir löngu; botninn í fljótinu hækkar sífeldlega af árburði, svo að nú er Kúðanef miklu lægra fyrir ofan vatn fljótsins, en það var þegar menn muna fyrst eftir. Svo sagði mjer Jón bóndi á Leiðvelli, gætinn maður, að síðan hann myndi fyrst væri sjónar- munur á, hvað hátt fljótið gengi upp. Skammt fyrir neðan Kúðanef liggur kvíslar-farvegurinn, sem áður er nefndur, að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.