Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 17
17 fljótinu og heflr kvíslin runnið þar í það. Þar er nú vík, sem fljótið gerir inn í landið, en mun hafa verið dalur, meðan fljótið lá lægra. Þar rjett fyrir ofan eru búðatóftir hins forna þing- staðar. Upp frá vikinu er dálítil hvylft móti vestri, er myndast af hæðarbrún, sem liggur í hálf-hring vestan frá fljóti til norð- austurs, norðurs og norðvesturs yfir að farveginum. Þar er hún lægst. En norðanundir er farvegurinn alldjúpur, og fer suður- brún hans ekki lækkandi fram eftir, heldur er þar upphækkun á henni, er myndar norðurbrún hvylftarinnar, og verður því hærri og hryggmyndaðri sem hvylftin lækkar meira og endar í snubb- óttu nefi, þar sem farvegurinn liggur út í vikið. Sjást hraun- steinar i nefinu, en að öðru leyti er allt hjer grasgróið. Litur fremur út fyrir, að þetta sje garður af mönnum gerður en nátt- úrlegur bali, og að hraunsteinarnir sjeu færðir þangað úr hraun- brúninni norðanmegin farvegsins, þvi sunnan hans er allt hraun- laust. Þess verður að geta, að heiman frá bænum Leiðvelli liggur gata vestur að fljótinu um sunnanverða hvylftina. Er þar vatnað peningi, og allt neyzluvatn var sótt þangað, þar til nú nýlega að tekizt hefir að grafa brunn heima. Frá garðbalanum að götu þessari liggja búðatóftirnar í þremur röðum. Innsta röðin er niðri í botni hvylftarinnar, bogadregin frá norðvestri til suðurs. í henni eru 12 búðir i röð, og hin 13. frálaus fyrir vestan götuna. Þær eru mjög svo jafnstórar flestar: nálægt 8 faðma langar og 3 faðma breiðar út á veggi. Sjö hinar vestustu snúa gafli með dyrum á fram að hvylftinni, þá er ein langsetis með dyrum á framhlið, og er autt svæði bak við hana, þá er aftur tóft, er snýr gafli fram, og er sú fullt svo löng sem hinar, en við suðurhlið hennar er styttri búð, gengur þó jafnt fram i hvylftina og er þar gafl, en dyr snúa suður. Bak við efri gafl þessarar tóttar er ferhyrnt svæði, 4 faðmar á hvern veg rúm- lega, og er garður bak við það og fram með því að sunnan, gengur sá garður eða veggur fram hjá dyrum hinnar síðast- töldu búðar og jafnt fram henni að hvylftinni. Er þannig af- markaður gangvegur inn i þetta ferhyrnda svæði, og eru dyr síðast töldu búðarinnar út í þann gangveg. Nú keraur dálítið bil, næstum þríhyrnt. Vestan við það eru tvær búðir við götuna, og er önnur neðar og snýr dyragafli að hvylftinni, eins og hinar, hin er upp af gafli hennar, og snýr hliðvegg með dyrum á vestur að götunni. Af efri enda hennar gengur búð til austurs og snýr framhlið með dyrum á að hinu þríhyrnda bili, sem getið var. Sú tóft er nálægt 12 faðma löng. Bak við hana er önnur viðlíka 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.