Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 41
Dúkur frá Höfðabrekku. Eptir Pálma Pálsson. Hann er alhvítur, úr smágjörvu hörlérepti, 1,82 m. á lengd og 78 sm. á breidd eða því sem næst, þvi að hann er nú allur misteygður, svo sem myndin sýnir. Úr léreptinu sýnast vera dregnir þræðir á víxl, svo að ferhyrnd augu verða í milli, og síðan saumað eða vafið stórgerðum þræði utan um þá þræðina, sem eptir voru, en þar sem myndir eru eða rósir eða stafir eru aug- un alveg fylt með stórgerðum þræði. Ræmurnar að ofan og neðan eru saumaðar við síðar með sama þræði sem er í út- saumnum. Miðræman hefir að líkindum hvorki verið breiðari né lengri en hún er nú. Á hliðaræmunum að ofan og neðan stend- ur með stóru og glöggu letri: Sist I er | næsta | savmvrin f friidvr * sannlij d * eg * þo | ei * at | siidvr * hvar * sem * þetta » er » f * Þetta er upphaf á vísu; en síðasta orðið í fyrri línunni (sannli) virðist eigi geta átt við fyrsta stafinn (d) í hinni síðari, og er hér þvi um tvær skýringar að velja, annaðhvort er sannli-d misritað fyrir saumad = saumada eða hér vantar orð í á milli og hafi þau staðið á sérstökum ræmum, sem hafi verið saumað- ar á endana. Hliðaræmurnar eru skeyttar saman og eru sam- skeytin milli v og r i orðinu friidvr og milli þ og e í orðinu þetta; en svo hefir þetta verið gert upphaflega. í miðræmuna eru saumaðar dýramyndir innan í hringunum: örn eða gammur, tveir drekar með vængjum og tveir fuglar (dúfur) fyrir ofan, tveir vargar eða önnur óarga dýr og siðast dreki með vængjum 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.