Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 19
19 suðvestan við túnið á Leiðvelli sjer á einstakan hraunstein, rajög niðursokkinn, og er sagt að þingheyendur hafi haldið leiki á þeim stað og fært steininn þangað til aflrauna. Fagur leikvöllur gat lika verið 1 hvylftinni sjálfri framan við innstu búðaröðina. Bærinn Leiðvöllur er stuttum stekkjarvegi austur frá þing- staðnura; þar er fagurt land og óblásið enn. En síðan Land-áin þornaði 1783 hefir sandrokið færzt þar nær, svo að óttast má, að eyðilegging vofi yfir. Er það mjög sorglegt, og nauðsyn að sporna við, ef unnt væri. II. Hildishaugur. Hildishaugur heitir enn, svo sem stekkjarvegi fyrir austan Kirkjubæjarklaustur hið forna. Þar er landið nú blásið og hann er sjálfur ekki annað en dálitill einstakur klettur, sem stendur upp úr sandinum, og er utan um hann lítill ávali af lausagrjóti, sem mulizt hefir úr honum, — efni hans er smásprungið stuðla- berg. Nú á dögum mundi því engum detta í hug að kalla þetta haug, ef sögnin um það hefði ekki fylgt frá fyrri tíð. En meðan þar var óblásíð, hefir hann verið hulinn jarðvegi og myndað ein- stakan strítuhól. Má það vel satt vera, að Hildir fornmaður hafi verið jarðaður i honum, því þar nálægt hefir hann dáið. En fornmenn notuðu oft náttúrlega hóla fyrir hauga. Svo er t. d. um haugana við Haugavað (nú Barnanesvað) skammt frá Trað- arholti (Lndn. V. 10.), að það eru náttúrlegir hraunbalar; en þar fann þó Sigurður Vigfússon leifar fornmannanna, sem ofan á þeim voru heygðir (sbr. Árbók fornl. fjel. 1882, bls. 47—59). Það er líka eftirtektavert við Hildishaug, að hjá honum liggja stuðla- bergsdrangar, af öðru »bergi brotnir* en í hólnum er sjálfum, og eru því þangað fluttir af mönnum. Þrir þeirra eru miklu stærstir og liggja sinn veg við klettinn hver, eins og þeir hefðu oltið ofan af honum. Stæði það heima, ef Hildir hefði verið jarð- aður í toppi hólsins. Sagt er líka, að fyrir nokkru hafi þar fund- izt eitthvað smávegis af fornmenjum, og mun forngripasafnið hafa fengið þær(?). Afgamla beinflís fann jeg i sandinum þar hjá klettinum; en nú var þar ekki aðrar fornmenjar að finna. III. „Kirkjugólfið”. Skammt fyrir sunnan Hildishaug stendur sljett klöpp upp úr sandinum og þó ekki hærri en svo, að sljett er út af henni. Hún 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.