Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 7
7 inni virðist sami milliveggur. Hafi nú, sem ætla má, austasta tóftin verið veizlusalur, en miðtóftin goðahús, þá er eítir að vita til hvers litla tóftin hefir verið. Má vera að helgi-áhöld hafi verið geymd í því húsí. Svo virðist, sem öll þessi bygging, sem á sínum tíma hefir verið mikið mannvirki, hafi nær eingöngu verið gjör at torfi: Þó teini sje stungið niður í hana, verður ekki grjót fyrir nema í örfáum stöðum, t. d. kringum dyrnar og í innanverðri miðtóftinni, þar sem mótaði íyrir upphækkun. Kom mjer í hug, að þar hefði verið goðastalli og Ijet grafa þar gröf. Urðu þar nokkrir steinar fyrir, er virtust vera úr hleðslu, en svo var hún úr lagi gengin, að ekki var unnt að ákveða lögun hennar. Lítið eitt fannst þar af viðarkolum. Það var hvorttveggja, að illt var að fá verkamenn, því menn áttu ann- ríkt, enda áleit jeg ekki til neins að grafa meira, þar eð rústin virtist annaðhvort svo að segja grjótlaus, eða, þó grjót hafi ver- ið í undirstöðum, þá verði ekki að því komist, nema með því, að umróta rústinni allri, sem y^rði mikið verk og alls eigi þarft, þar eð hún er glögg, eins og hún er, og mikill skaði að spilla henni. Það grjót, sem í henni kanrf að vera, hlýtur lika að vera mjög úr lagi fært, því nærri má geta, að klakinn hefir ár- lega mikil áhrif á það, þar eð rústin liggur í raklendi. Er því tvisýnt, að af því sæist lögun tóftanna betur en nú sjest. Telja má víst, að kringum rústina hafi áður verið þurlendi og skógi vaxið, en síðan orðið mýri, sem víðar má sjá merki til. — Gröf- ina ljet jeg fylla aftur og ganga frá sem áður var. Upp 1 túninu í Uthlíð er lítil rúst, kölluð tíríia, sem sumir ætla haug Geirs goða, en er þó eins líkleg til að vera saman- felldur og yfirsljettaður smákofi nokkur. Þar heitir og Bjarnar- þúfa austur í túninu, einstök þúfa eigi allstór. Þar á Björn nokkur járnsmiður, að vera grafinn með smíðatólum sínum; um hann vita menn ekki annað. Ekki sýndist mjer að grafa í þúfur þessar, þó menn hefði fengizt. Það hefði að eins gjört tún- spjöll, en naumast neitt á því að græða, enda við ekkert sögu- legt að styðjast. Bollasteinn er i bæjarstjettinni í Uthlíð. Hann er flatur, nál. U/4 al. langur, 1 al. breiður og 7—8 þuml. þykkur. Boll- inn er í annari hlið hans, og ólíkur öðrum slíkum bollum, þeim er jeg hefi sjeð: hann er víður mjög, en tiltölulega grunnur, af- langur, nál. 1 al. á lengd, 3/4 al. á breidd og 3—4 þml. á dýpt. Þar sem steinninn er nú, snýr bollinn niður, og verður að velta steininum við til að skoða hann. Annar bollastehin fannst í vor

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.