Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 12
12 inn hefir því hlotið að vera til þegar 1 fornöld, en þA heflr hann þó verið litill, því ekki hefir þá runnið þar neraa mjög lítil kvísl. Er ef til vill sennilegast, að hún hafi runnið um glufu gegn ura hraunriraann og fossað út úr brún hans, sera þá hefir verið hærri og nokkuð breið og myndað jarðbrú yfir hinni litlu kvisl. Með þeim einum hætti gat það farið saman: að fossinn væri til i fornöld og Árnesið þó landfast, sem hefir orðið að vera, því annars hefðu menn ekki kallað það nes, heldur ey. I Árnesinu er jarðvegur nú víða blásinn af og bert hraun eftir. Vestan til i þvi miðju standa nokkrir stuðlabergs-hólar upp úr hrauninu og er einn miklu stærstur; hann heitir Þinghóll, og verður nefndur siðar. Kringum hóla þessa kemur móbergslag í ljós á nokkrum stöðum. Móbergs-kenndur stapi all-hár stendur norðvestan ár- innar gagnvart Búða. Hann heitir Búðaberg, og er það suðaustur- endinn á holti því, sem bæirnir Stóra-Hof og Minna-Hof standa suðvestan undir. Slakki er í holtinu vestan við Búðaberg, og eru tóftir hinna fornu þingbúða i honum; hafa sumar þeirra staðið vestan i hæð þeirri sem myndar bergið; en þar er nú jarðvegur blásinn af og sjest ekki eftir af búðunum annað en grjót i miklum breiðum, sem auðsjáanlega er fært þangað af mönnum, þó nú sjáist þar hvergi fyrir lögun búðanna með vissu. Þar sem slakkinn er óblásinn, má sjá fyrir vist 30 búðatóftir. Þó eru sumar þeirra ekki vel glöggar, því sandrok hefir hálf- sljettað yfir þær, og ofan í nokkrar sýnist að kofar hafi verið byggðir einhvern tima á öldunum. Af beztu tóftunum er 12 raðað nokkurn veginn reglulega kringum ferhyrnda sljetta lægð, sem er nál. 30 faðma löng og viðlíka breið. Þær virðast allar hafa haft dyr á þeirri hliðinni, sem að lægðinni snýr. Suðaustur úr þessari lægð er opið sund yfir í aðra aflanga lægð sem liggur frá norðaustri til suðvesturs og er nál. 60 faðma löng og rúml. 20 faðma breið, þar sem hún er breiðust. Utan með henni allri hafa líka verið búðaraðir, en ekki sjást þær nema norðvestan megin eitthvað 5—6; virðist sandrok hafa sljett yfir sumar, er gengið hafa fram milli lægðanna norðaustanvert, þvi þar er sand- gári kominn fram að. í honum sjer grjót úr fyrir vist 2 búðum, og er önnur með óhaggaðri lögun. Suðaustanmegin við löngu lægðina er allur jarðvegur blásinn af austan af Búðabergi vestur á brún lægðarinnar. Eru grjótbreiðurnar sem fyr var gétið, úr búðum þeim, sem staðið hafa þeim megin lægðarinnar. Hafa þær verið á að giska 8—10; það sjest ekki með vissu. Austur og norðaustur af hinni ferhyrndu lægð eru 10 (eða 11?)

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.