Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 22
22 Þó eru mannaverkin auðsæ, því mikið af grjótinu er flutt neðan frá ánni. Sagt er, að ýmsir smávegis hlutir hafl fundizt í rúst- inni, t. a. m. skœri, sem Einar bóndi i Stóru-Mörk fann og gaf Sigurði Vigfússyni handa forngripasafninu. Þar getur naumast leikið vafi á, að þetta hefur verið bær Ásbjarnar Reyrketilssonar (Lndn. V. 2.), því að á öllu þvi svæði, sem örnefnið Þórsmörk gat náð yfir, heflr þetta verið byggilegasti staðurinn. Af hinum þremur bæjum á Þórsmörk, sem Njála getur, befir þessi hlotið að vera hinn innsti, því innar hefir bær ekki getað verið. Af hinum tveimur sjást nú engar leifar. Munnmæli segja, að bær hafi ver- ið í Hamraskógum. Þeir eru sunnanmegin við Ljósá. Þar er enn óblásið, og gæti þar dulizt bæjarrúst. En eftir landslagi eru þó litlar likur til þess. Nokkru sunnar er dalur vestur við fljótið og er nokkurt undirlendi i honum. Hann heitir Húsadalur, og fjekk það nafn af þvi, að Sæmundur bóndi Ögmundsson í Eyvind- arholti (faðir sjera Tómasar sál. á Breiðabólsstað) húsaði þar bæ og flutti þangað bú sitt, því honum litust landskostir þar fýsileg- ir. En vegna örðugleika þótti honum þar þó ekki verandi, er til kom, og flutti sig þvi að Eyvindarholti aftur eftir 1 eða 2 ár. Það sýnist næstura sjálfsagt, að einn af fornbæjunum hafi verið í þessum dal. Forn rúst sjest þar raunar ekki; en það er ekki að marka: Sæmundur hefur að líkindum valið sama bæjarstæðið og byggt ofan á rústina, þó nú kunni fólk ekki frá því að segja. Sá bær hefir þá hlotið að vera miðbærinn í Þórsmörk; því nokkru lengra fram með fijótinu heflr verið fremsti bærinn. Þar heitir á Þuríðarstöðum. Nafnið er órækur vottur þess, að þar hefir bær verið. En ekki er þar byggilegt nú á dögum. Þaðer í litlum krika, sem nú er ekki annað en moldarskriða. Rúst sjest þar ekki; en hún kann að vera hulin skriðu. Þó er hitt liklegra, að bærinn hafi staðið á undirlendi, sem fljótið hafi siðan farið yfir. Það er varla hægt að álita Þórsmörk byggilega, án þess að hugsa sjer undirlendi vestan fram með henni allri, að minnsta kosti ofan frá Ljósá, og þegar fljótið hafði eyðilagt það undirlendi, þá var það næg orsök til þess, að byggðin legðist niður. Það sjest líka af Lndn., að fljótið hefir til forna runnið talsvert vestar á þessu svæði en nú, því Ásgerður nam land til Jöldusteins; en nú er fljótið fyrir austan hann. Það er engin ástæða til að rengja það, að Jöldusteinn sem Lndn. nefnir, sje sami kletturinn, sem nú ber það nafn, því þó sumir hafi kallað hann Lausöldu, þá er það sprottið af misskilningi. Kletturinn er engin »alda»; en bin rjettnefnda Lausalda er þar á móts við úti

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.