Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 5
5 brot, en sum eru í kirkjugarðskampinum við sáluhliðið. í kirkju- gólflnu eru yflr 4 legsteinum hlerar, sem lyfta má af. Innstur þeirra er steinn Hannesar biskups, hann er undir grátunum. Hann er af marmara og brotið af eitt hornið, en fylgir þó. Er sagt það hafi brotnað af í Merkurhrauni, er steinninn var fluttur frá Eyrarbakka. Steinn Finns bislcups er þar til hliðar norðanmegin í kórnum, og er gólflð heilt yfir honum. Fyrir kórdyrum er steinn Jóns bislcups Wídalíns, þar utar af steinn Þórðar bislcups, hann er einna stærstur og mjög vandaður með upphleyptu Ietri, sem ekki er svo á neinum hinna, og fallegum rósastreng i kring. Letrið er í tveim dálkum, nema efstu línurnar, og er smágjör rósastrengur á milli dálka. í hornunum eru myndir guðspjalla- mannanna (og svo er á hinum steinunum lika), en i miðið er að ofan Kristur á krossinum, en að neðan tímaglas og undir því hauskúpa. Utar við dyrnar er steinn Jóns bislcups Árnasonar, Á honum er líka rósastrengur í kring, guðspjallamenn í hornum, en í miðið að ofan »kerúb« en að neðan hauskúpa. Fyrir utan þröskuldinn er steinn Sigfúsar Þórðarsonar, ráðsmanns (f 1702); ergengið á bonum berum, og erhann sumstaðar orðinn skemmd- ur nokkuð. Fram frá honum ''er hálfur legsteinn úr rauðleitum steini, sem lesa má á nokkur sundurlaus orð, og er fyrst: »Se- pulcrum Gislavi Magn« . ..; mun þaðvera legsteinn »visa Gísla«, tengdaföður Þórðar biskups. Hinn parturinn af þessum steini (að því er virðist) er í kirkjugarðskampinum og tók jeg hann fram. Þar á má lesa: »obiit illa pie in Christo Hlidare....... (anno MDCLXVIII) Sepulta Teigi Fliotsh ... (in familiae suae do« ...). Má ætla, að þetta líti til konu Gísla. Fleiri legsteina- brot eru þar, sem ekki er hægt að sjá yfir hverjum verið hafl. Þó má af efninu á einu þeirra ráða, að það sje af steini Jóns Halldórssonar ráðsmanns, mágs Brynjúlfs biskups, er druknaði á heimleið úr Þorlákshöfn 5. febr. 1645. Það brot er úr íslenzku blágrýti, og 2 önnur. Er á öðru læsilegt: »guðhræddaxti þjón- ustukvinna Guðrún Bi« ..., en á hinu (með upphleyptu settletri): »Sepulcrum viri reverend (atq pissimi — Anno 1632« (ártalið er smátt og óskýrt). Úti undir kirkjugólfinu sjer og á nokkur leg- steinabrot, þá er hlerunum er lyft af steinum biskupanna. Á einu þeirra — sem lá norðanmegin við legstein Jóns biskups Árna- sonar — má lesa: »Gisl« .. ., mun það vera sama brot, sem Sig- urður Pálsson segist hafa sjeð, er kirkjan var rifin 1846, og ætl- uð vera af steini Gísla biskups Oddssonar, en ekki er nú hægt að fá vissu fyrir þvi, Jeg af skrifaði grafletrið á steinum þeirra

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.