Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 24
24 »AJcstaðir«, hefir þar bær verið, og vita menn nokkurn veginn, hvar hann hefir staðið; en nú er landið þar hulið skriðu. »Ak- staðir« hafa án efa heitið AsJcstaðir rjettu nafni, en s heyrist svo ógjörla á undan k, af því annað s fer strax eftir, að það hefir fallið alveg burt með tímanum. A þessum bæ hefir að líkindum búið sonur eða ættingi Asgerðar, sem landið nam, og hefir borið nafn föður hennar (Askur). Má álíta þetta sönnun fyrir því, að þetta óvenjulega nafn sje rjett í Landnámu, og styrkir það trú- verðugleik hennar. Lengra inn í Langanesi heitir Aslákshóll. Hann er blásinn. Þar hafa oftar en einu sinni fundizt forn- menjagripir, og munu sumir þeirra komnir í forngripasafnið, en suma á sonur Einars bónda í Stóru-Mörk og ætlar hann þá safn- inu. II. Hoftóft(?) í Fljótshlíð. Butra heitir bær í Fljótshlíð, skammt frá Teigi, og á engi niður með Grjótá. Þar í engjunum er tóftarrúst allmikil, sem menn halda að sje hoftóft. Hún snýr frá norðaustri til suðvest- urs og hefir dyr á suðvesturendanum, en engar útidyr aðrar. Innar en í miðju er miðgafl með dyrum á. Lengd framtóftar- innar er hjer um bil 9 faðmar; lengd innri tóftarinnar 6 faðm., þykkt miðgaflsins 1 faðm., svo að lengd allrar rústarinnar er um 16 faðm., en breidd hennar er 8 faðm. og er mælt út á veggja- brúnir. Þegar teini er stungið niður i tóftina finnst, að hún er af grjóti, og hefir það verið flutt frá Grjótá; nær er ekki grjót að fá. Því verður ekki neitað, að lögun tóftar þessarar líkist stekk. En bæði er þessi staður óhentugur til þess, og svo er rústin miklu meira mannvirki, en stekkjartóft mundi vera. Móti þvi, að þetta hafi verið hof, mælir ef til vill lögunin, og það að innri tóftin er svo stór og innangengt í hana. Þó mun mega ganga að því vísu, að lögun hofa, ekki sizt heimilishofa, hefir verið mismunandi, og sumstaðar hefir verið innangengt í goða- salinn úr samkvæmissalnum. Skammt fyrir utan Butru eru Arn- geirsstaðir. Er líklegt að þar hafi búið Arngeir son Sæbjarnar goða, Hrafnssonar, Hængssonar. (Landn. V. 3.), og má telja víst að hann hafi haft hof nálægt bæ sínum. Gæti þetta verið rúst þess. Ekki er að marka þó hún sje ekki í Arngeirsstaðalandi nú. Bæði Butra og margir fleiri bæir þar í nágrenninu hafa i

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.