Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 33
33 svo sem Þórarinn loftunga komst að orði skömmu.siðar (Hkr. 0 H. k. 259), og þá var enginn slíkur innlendur dýrlingur til orð- inn í Noregi eða á Norðurlöndum, er fyllilega mætti treysta í þeim efnum. En atburðir þeir, er gerðust í falli Olafs konungs á Stiklastöðum miðvikudaginn 29. júlí 1030 (sbr. Maurer, Bekeh- rung II, 533—40), urðu með svo skjótri svipan og jartegnir þær, er birtust bæði vinum hans og óvinum þegar eptir lífiát hans, þóttu svo glöggar, að nálega enginn af' mótstöðumönnum hans þar í landi dirfðist að bera brigð á að hann væri sannheilagur orðinn af verkum sínum hér í lífi, og sumir þeirra manna, er höfðu veitt honum mestan mótgang í lifanda lífi, svo sem þeir Kálfur Árnason og Þórir hundur, urðu hinir mestu styrktarmenn hans eptir dauðann, er þeir sáu að hið útlenda vald, er þeir höfðu gefizt undir, hvergi nærri mundi verða þeim að óskum, enda var þess eigi langt að bíða að helgi hans væri algerlega viðtekin í Noregi, því að rúmu ári síðar eða 3. ág. 1031 var »heilagr dómr« hans tekinn úr jörðu og var þá óskaddaður og ófúinn með öllu og sáu menn «at síðan hafði vaxit hár ok negl, því næst sem þá mundi, ef hann hefði lífs verit hér í heimi alla þá stund síðan er hann fell« (Hkr. Ó H. k. 258); síðan var lík- ama hans veittur sæmilegur umbúnaður yfir háaltari í Klemens- kirkju í Niðarósi, en nokkurum árum síðar var hann fluttur til Maríukirkju og á dögum Ólafs kyrra Haraldssonar var hann enn af nýju fluttur til Kristskirkju eða Ólafskirkju í Niðarósi, er síð- an varð höfuðkirkja þeirra landa, er lutu erkibiskupsstólnum 1 Niðarósi, en það var Noregur allur, ísland, Grænland, Færeyjar, Hjaltland og Orkneyjar, og í þeirri kirkju var heilagur dómur hans varðveittur, þar til er skrín hans var rænt öllum gersemum í gulli, silfri og dýrum steinum á siðbótartímunum og llkami hans loks árið 1568 grafinn í jörð í kyrþey og veit nú engi hvar leiði hans muni vera. En til marks um ást þá, er Islendingar höfðu á Ólafi konungi bæði lífs og liðnum, má geta þess að ort voru eigi færri en 12 kvæði um hann á 11. og 12. öld (þar á meðal Geisli Einars prests Skúlasonar) og frá síðari tímum (14. og 15. öld) eru til um hann að minsta kosti 6 kvæði (þar af 2 forn- kvæði (ísl. fornkv. II, nr. 50 og 51) veraldlegs efnis). Enda þótt Ólafur konungur væri aldrei á löglegan hátt og eptir venju kirkjunnar settur í tölu heilagra manna alla þá stund, er kaþólsk trú stóð á Norðurlöndum, og eigi fyr en 1893, svo sem kunnugt er, þá er þess þó hvergi getið að yfirstjórn- endur kirkjunnar í Rómaborg hafi ýfzt við helgi hans eða rengt 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.