Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 35
35 er safnið eignaðist 1888. En af því að líkneski þetta er eitt hið merki- legasta, sem safnið á, skal lýsa því hér nokkuð gerla. Það er sjálft 95 sm. á hæð, kórónan 6 sm. á hæð upp á hæsta lauf, en fótstall- urinn er 32 sm. á hæð og 22X19 sm. í þvermál um mjóddina. Handleggirnir og allir fingur á vinstri hendi, nema þumalfingur, kórónan, barmarnir á skikkjunni, og hægri ristin og öll fram- hornin á fótstallinum hafa verið sett við eða aukin á sjálft líkn- eskið og nelgt með járnnöglum, en fingurnir með látúnsnöglum; þar að auki eru aukarnir á börmunum samsettir úr 3 pörtum hvor og sýnist þó alt vera jafngamalt. Kórónan virðist hafa verið mjög gullroðin, en gyllingin er nú víðast horfin. Olafur konungur er hér með mikið hár og sítt og fellur það í fögrum liðum niður á herðar; hann hefir alskegg og er hökuskeggið sitt og stendur nokkuð fram, hátt enni og nefið beint og hátt fram- an. Hann er í rauðri skikkju eða kápu skósíðri, með víðu háls- máli og hettu aptan á herðum; kápan er fóðruð innan að þvi er virðist með loðskinnum og sér sumstaðar í svarta hnökra, sem ef til vill eiga að tákna röggvar í fóðrinu; öll er kápan sett upp- hleyptum laufum, sem eru gylt ofan; ermarnar eru viðar mjög að framan og þar með uppslögum (hlöðum, hlaðbúin) og liggja þar samfeldir rósasveigar, upphleyptir og gylltir ofan, yfir um þverar ermarnar; innan undir kápunni er hann í skósíðum kyrtli með víðri höfuðsmátt bryddri og er hann ljósgrár að lit og er al- settur samskonar laufum, sem eru á kápunni; hann hefir belti um sig miðjan utan yfir kyrtlinum og sjást á því háir stokkar gyltir með bilum í milli og breytilegri gerð; hann hefir lága skó eða bóta á fótum og hafa sólarnir verið rauðir utan, en annað svart. í hægri hendi heldur hann á lítilli stöng, sem er hol inn- an og með gyltum hnúð og skorum á efri enda, og mun það eiga að tákna veldissprota; en að líkindum mun hann hafa verið lengri upphaflega; í vinstri hendi hefir hann og haldið um skapt, sem hefir verið töluvert digrara en veldissprotinn; en vant er að segja, hvað það muni helzt verið hafa; á litmyndum þeim og lík- neskjum, sem enn eru til af Ólafi konungi, bæði innlendum (svo sem í A. M. 157 a, 4to, Konungssafni (G. kgl. saml.) 3274 a, 4to, Jónsbókarútg. 1578, 1707, 1709, og viðar) og útlendum (sbr. L. Daae, Norges Helgener, bls. 123 og frv.), er hann ýmist mynd- aður með veldisknött, krossknött, steina (Olafssteina), kross, kal- eik, fána eða öxi og treður opt dreka undir fótum sér. Eptir því sem ráða má af stellingum þeim, sem höndin og handlegg- urinn er í, þá virðist sennilegast að hann hafi haldið um kross 5*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.