Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 18
18 löng og snýr dyrahliðinni að henni. Þessi búð heyrir eiginlega miðröðinni til, en hin neðri verður að teljast með hinni innstu, þó hún sje þar að baki. Miðröðin er uppi í hvylftar hallanum og er hún ekki eins samföst og skipuleg eins og hin innsta. í henni eru 10 tóftir auk tveggja frálausra norður við farveginn. Svo er og 1 fyrir vestan götuna, sem á heima í þessari röð. Norðustu búðirnar í þessari röð hafa snúið gafli með dyrum á að innstu röðinni, en hinar flestar snúa hliðvegg með dyrum að henni. Yzta röðin er uppi á hvylftarbrúninni. Er brúnin hæst rjett fyrir austan götuna og þar eru á henni 5 búðir í röð sam- fastar og er engin mjög stór. Svo lækkar brúnin og hverfur næstum. Eru 3 tóftir þar í röð norður að farveginum; þær eru sundurlausar. Undir hinni norðustu er sjerstök hæð og er sú tóft næstum jöfn á lengd og breidd: um 4 faðmar. Fyrir vestan götuna heldur þessi röð áfram, og eru þar 5 búðir og hin lengsta 12 faðmar. Enn eru nokkrar búðir bak við þessa röð og standa þær óreglulega. Alis sjer til 45 búða. Að lengd eru þær mis- munandi. Flestar um 8 faðma, nokkrar 10 og 12, aftur aðrar 5 og 6, en fáeinar um 4 faðma á hvern veg. Dómhringur eða þingfunda svið verður ekki sagt að sjáist með vissu. Má vera að ferhyrnda sviðið umgirta, með ganginum tram úr, sem getið er um í innstu röðinni, hafl verið haft til þess. En það getur líka verið búð með einkennilegri lögun. i hraunsnefinu norðanmegin við farvegsmynnið er raunar gamall hringur, nálægt 5 faðma í þvermál. En hann sýnist minna mannvirki fyrir sitt leyti en búðatóftirnar, og svo eru tvær litlar tóftir áfastar við hann. Þykir mjer því vafasamt, að álfta þetta »dómhring«, það gæti eins vel verið »gaddur«, eða kró til að gefa útigangsfje hey í í harðindum; slíkir »gaddar« tíðkuðust meðan hús voru engin fyrir útigangsfje, eða þá jötulaus, og er af því dregið orðatiltækið »að gefa á gadd«. Hafi þessi hringur verið »gaddur«, gat hann verið ætlaður því fje, sem gekk á norðurhrauninu fyrir norðan kvisl- ina, sem farvegurinn er eftir. Annar hringur er fyrir sunnan farveginn, spölkorn í norðaustur frá búðunum. Hann er meira mannvirki; en eins og hann er nú, er hann auðsjáanlega með seinni alda gerð. Þess vegna mældi jeg hann ekki. En síðan hefir mjer dottið í hug, að þetta hafi dómhringurinn verið ef til vill; en seinni menn hafi notað hann fyrir »gadd« handa fje sem gengið hafi sunnan kvíslarinnar, hafi þvi hlaðið hann upp að utan, er hann var orðinn niðursokkinn. Um þetta skal jeg samt ekkert fuilyrða. Spölkorn suður frá þingstaðnum í sljettri dæld

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.