Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 37
87 hugsandi að slíks grips væri eigi getið í neinum þeirra, ef hann hefði þá verið til, þar sem þeir nefna Maríuskript, skrin og marga aðra gripi, er kirkjan átti ómerkilegri, enda eru fiestir hinir fornu máldagar næsta glöggir í þeim efnum. í máldaga Glsla biskups Jónssonar frá 1575 er þess að vfsu heldur ekki getið, en biskupinn sleppir af ásettu ráði slíkura gripum kirkn- anna optast nær úr máldögum sínum, því að þeir þóttu á hans tímum orðnir einskisvirði og varla í kirkjum hæfir. Af vísitazíu Brynjólfs biskups Sveinssonar 1641 má sjá að kirkjan hefir átt »lítið líkneski yfir altari;« en það mun varla vera það saraa sem hér er um að ræða, heldur eitthvert annað. Það mun og næsta efasamt að líkneskið sé smíðað hér á landi, enda þótt margur hafi hér verið maðurinn hagur bæði fyrr og síðar, enda munu flest hin stærri líkneski hingað komin frá útlöndum svo sem flestir aðrir skrautgripir kirkna á fyrri öldum, því að þótt nokk- uð hafi verið smíðað af slíkum gripum hér á landi (sjá t. d. Biskupas. I, 132, 143—4), þá munu þó forfeður vorir jafnan hafa orðið líkt og Norðmenn að fá meginið af þeim sunnan úr löndum (sbr. L. Dietrichson, Den norske Træskjærerkunst. Kr. 1878, 63. bls. Bang, Udsigt over den norske kirkes historie. Kr. 1887, 178—9. bls.). Að lokum má geta þess að nokkurar sagnir hafa gengið um likneski þetta f Skaptafellssýslu, enda var eigi laust við að menn hefðu átrúnað nokkurn á líkneskinu áður fyr, jafnvel fram á daga þeirra manna, er nú lifa, og skal nú greina það, sem mark- verðast er af þessum sögnum, helzt eptir frásögn síra Jóns pró- tast Jónssonar á Stafafelli. Það er gömul sögn í Suðursveit að systir Olafs konungs hins helga hafi verið völva og sé grafin 1 Hellatúni nálægt Kálafellsstað; er sagt að maður hennar hafi heitið Kálfur og sé grafinn í Kálfagróf, sem er lág milli Kálfafells (innra) og Kálfa- fellsstaðar (1 mörkum, þar sem túnin liggja saman). Segja menn þau álög hafa verið á Kálfafellsstað að enginn prestur mætti vera þar lengur en 20 ár, því að þá yrði honum ekki sjálfrátt (o: hann ærðist), en hún hafði þá lagt það til að líkneski Ólafs konungs bróður síns væri fengið og sett í kirkjuna og mundu þá linast þessi ummæli. — Sumir segja að völyan hafi búið á Kálfafellsstað og átt hálfa jörðina, en prestur einn, er þangað fluttist, hafi bægt henni burt þaðan og þá hafi hún mælt svo um að stórkostleg óhöpp skyldu henda hvern prest, er þar væri lengur en 20 ár, enda hafi þau ummæli orðið að áhrinsorðum,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.