Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 38
38 er svo bar undir. En þá tók prestur einn á Kálfafellsstað það ráð til að létta af þessum ófögnuði að hann fékk líkneski þetta til kirkjunnar, enda hafði prestum þar eigi orðið meint við síð- an, þótt þeir væru þar lengur en áður var sagt. Líkneskið hafði staðið á kórbitanum í kirkjunni og sneri fram; hafði margt gamalt fólk, sem lifði fram á vora daga, hneigt sig fyrir því, er það gekk í kirkju; en þegar gamla kirkjan var rifln fyrir nokkurum árum og önnur ný gerð í staðinn, þá var likneskinu snúið við og látið vita inn að altari; kunnu sumir þessu illa og þótti sem það mundi verða upphaf að einhverjum óhöppum, enda fauk sú kirkja sömmu síðar(7. jan. 1886) og brotnaði í spón, en líkneskið fannst eptir veðrið úti í skafli, stóð þar upprétt og hafði ekki sakað. Þótti mönnum þá sem enn væri eigi þrotinn krapur Olafs konungs, er hann lét líkneski sínu þyrmt í slikum voða. — Sú er önnur sögn um líkneskið, að Kristján Vigfússon prests Benidiktssonar, sem fyrst var settur sýslumaður í Austur- Skaptafellssýslu (1798—1804), síðan hreppstjóri i Suðursveit og síðast niðursetningur, hafi af gáska höggvið fingur af líkneskinu og orðið af því ólánsmaður, en síra Þorsteinn Einarsson, er þar var prestur löngu síðar, hafi látið smfða þá af nýju; en þetta mun eigi rétt, því að allir fingurnir virðast vera frá sama tíma og hefir prestur því að eins látið festa við aptur hina gömlu fingur. Aptur á móti var það trú manna að eitthvert happ hlytist af því, ef hlynt var að líkneskinu eða væri því á annan hátt ein- hver sómi sýndur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.