Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 3
3 Staðurinn, sem hér er um að ræða, er á háu bakkanefi, sem er allmjótt, einkum að framan. Er auðséð, að báðar árnar, Hvítá og Þverá, hafa brotið bakkana, sín hvorum megin, þar til þær náðu saman. Þó hefir Hvítá gjört meira að, enda er hún meiri máttar. Enn er svo að sjá, sem hún haldi áfram að brjóta bakkann sín megin, því hún liggur fast við hann. Þverá hefir þar á mót fært sig dálitið frá bakkanum sín megin; er þar malareyri og þó nýleg. Nefið er þurlent og með þykkum jarðvegi; en undir honum er móhella svo langt niður sem sjá má. Sú móhella hefir að líkindum legið allstaðar undir Faxinu, og hún hefir hald- ið jarðbrúnni uppi, meðan hún hélst, þannig, að vatnið hefir komist und- ir hana, gegnum lausara lag, þá er haftið var mjótt orðið, en svo smám- saman máð hana frá sér. Hve rnikil mannvirki eyðst hafa, þá er Faxið brotnaði, er nú engum unt að vita. Á nefinu, sem nú var getið, eru talsverðar mannvirkjaleifar og ærið einkennilegar. Eiginleg búðartóft sést ekki nema að eins ein, og er hún mjög niðursokkin og óglögg. Hún er fáum föðmum frá odda nefsins, tæpast á suðurbakkanum, og er hér um bil 4X3 fðm. að stærð. Aftur fáum föðmum austar eru 3 mannvirki í röð yfir þvert nefið, — þar er það nál. 12 faðm. breitt, — þau eru hvert áfast við annað og hvert um sig nál. 4 fðm. að lengd. Að fyrirferðinni til gæti það verið 3 búðatóítir, þó heldur litlar. En það vantar, að lægð sjáist fyrir innan- rúmi. Enda eru þetta þúfnabörð ein. Litlu austar er önnur röð yfir þvert nefið: í henni eru mannvirkin 4, 2 og 2 samföst hvorum megin, en autt bil í miðjunni. Þessi mannvirkin líkjast hinum, en eru þó tæp- lega eins stór. Frá hinu nyrzta þeirra hefst á norðurbakkanum garðlag, — er virðist vera; — það gengur í boga, fyrst austurávið en síðan aftur vesturá við og beygist að þvi mannvirkinu, sem nær er bilinu sunnanmegin. Næstum því frá sama stað, að eins litlu austar á norðurbakkanum, hefst enn allmikið mannvirki, er fyrst gengur í suðaustur, en klofnar brátt og verður að tveimur garðlögum. Gengur annað beint til suðurbakkans, en hitt í löngum boga til suðausturs. Það garðlagið, sem til suðurbakkans stefnir, endar þó áður en það nær honum; en frá enda þess gengur stuttur og breiður garðlagsspotti (nál. 10 fðm. langur) til austurs. Svo sem 3 fðm. norðar, er samhliða garðlagsspotti, (nál. 9 fðm. langur); hann nær dálítið lengra til austurs, en skemmra til vesturs, og er þar samantengdur hinum spottanum með litlum þvergarði. Það er nær miðju hins syðra spottans. Hið langa, bogadregna suðausturgarðlag endar á þessum nyrðra garðlags- spotta hér um bil miðjum. Öll eru þessi tnannvirki meiri og glöggvari norðantil á nefinu, en því rírari og óglöggvari sern nær er suðurbakkan- um. Alstaðar eru þau flatvaxin og nokkuð breið, enda víðast orðin að þúfnabörðum. Svo sem 10 fðm. fyrir austan austasta mannvirkið, sem nú 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.