Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 33
G-amlir legsteinar í Göröum á Álftanesi. Rannsakaðir 11. VI. og 6 VIII. 1903. íslendingar eiga því miður ekki því að fagna, að hafa neina legsteina frá fyrstu öldum sögu sinnar, hvort heldur það ber til af því, að þá hafi ekki verið gerðir neinir legsteinar, eða þeir hafi eyðilagst siðan algerlega. Enn hefir enginn legsteinn fundist á Islandi, er með vissu má telja eldri en frá i öld1 og litur út fyrir að Islendingar hafi gert lítið að því að setja legsteina á leiði manna alt fram á 17. öld; þó eru til allmargir leg- stcinar eldri, bæði læsilegir og ólæsilegir að mestu. Maigir þessara leg- steina eru rúnasteinar, og á flestum þeirra eru að eins nöfn þeirra manna, sem steinarnir eru lagðir yfir, grafin eða höggvin á þá, og »hér hvíler« fyrir framan nöfnin. Þeir menn, sem steinarnir hafa verið lagðir yfir, eru nú að öðru leyti ókunnir flestir, og verður ekki sagt nreð nákvæmni, hvenær þeir hafi verið uppi, því að engin ártöl eru á rúnasteinunum. Víst er það, að engir legsteinar eru nú til yfir helztu mönnurn fyrri alda og munu aldrei hafa verið gerðir; þeir væru varla gersamlega horfnir úr kirkjugörðunum, ef þeir nokkru sinní hefðu verið lagðir þar. Finnur pró- fessor Magnússon ranusakaði og ritaði um rúnasteinana2 og dr. Kr. Kálund hefir skrifað um þá í ritgerð sinni um fornleifar á íslandi3 að mestu eftir rannsóknum hans. Prófessor Björn M. Olsen hefir lagfært ýmislegt í ritgerð Kálunds og bætt ýmsu við í grein sinni í Arb. fornleifafél. 1899 bls. 19—28. Þar á móti hefir íslenzkum legsteinum með latínuletri verið sárlítið sint, að eins nokkurra þeirra getið áður í Arb. fornleifafél.4. 1) SjáÁrb. fornleifafél. 1899 bls. 24—27 (rúnasteinninn yfir Hall Arason). 2) Autikv. Ann. IV. bls. 343—66. 3) Aarb. for nord. Oldkyndighed og Historie 1882, bls. 57—124. 4) Sjá Árb. hins ísl. fornleifafél. 1880—81, bls. 70; 1888—92, bls. 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.