Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 35
35 deplar; aftur á móti eru deplar við enda orðanna í endá 3., 11. og x 5. línu. Líkt stendur á um 9 linu, er endar á orðinu SIVKLEGA; þar f}?r- ir aftan er að eins einn depill, og við enda síðustu Hnu eru 3 deplar, hver uppundan öðrurn, og einn fyrir aftan miðdepilinn. Stafirnir eru venjulegir latinuleturs-upphafsstafir. Aðeins pé-in og y-in eru dálítið frá- brugðin; pé-iti eru opin að ofan svo að þau likjast kauni í rúnum og í orðinu VIPRISV í næst-síðustu línu eru pé-in bundin saman; y-in eru svipaðri smáleturs y-um. Ká-ið í- SRAPTA er líkast erri, því að efri greinin beygist að leggnum. — V er látið tákna ú-, u- og t;-hljóð; í-hljóð- ið er táknað með y (y) í tveim síðustu orðunum, EILí/FT : L^F, sem ber vott urn að sá er stafina hjó hefir borið í og ý eins fram. Joð-hljóðið er alstaðar táknað með I, sem eihnig táknar i og í. A táknar a og á; á einum stað, í SRAPTA, hefir leturgrafarinn gleymt að setja þverstrikið um A-ið. Je er hér táknað með IE, en ekki með E. E í orðinu EG í 12. 1. merkir e; þannig er orðið oft ritað enn og borið svo fram, eink- um í skáldskap Síðar verður minst á E í staðinn fyrir I í hreimlausum endingum orða, sem einnig kemur fyrir á hinum legsteinunum. Langt n er hér táknað með N í 3-, 6., 8., 11. og 13. 1. í orðinu HIEDAn merkir það efalaust langt n (nn), þótt nú sé ekki ritað svo, því að þannig mun það hafa verið borið fram þá eins og nú. í orðinu Fí/RIRGEFnINGV er w-hljóðið táknað með íí (eftir F), en það ber til af því að leturgrafaranum hefir fundist M-hljóðið í -GEFN- vera »hart«, líkt og t. d. í steinn, og því sett N. Að Hkindum hefir orðið verið borið fram eins og nú, samhljóðarnir -Fn- svo sem -bbn(n)-1. F-ið er hér því merki fyrir langt varahljóð, framborið með báðum vörum (bilabiali s). í fornum ísl handritum er oft ritað mn fyrir Jn og má vera að fratuburð- urinn mn hafi verið milliliður milli hins gamla framburðar Jn og hins nýrri b(b)n(n). í orðinu NICHVLAS er k hljóðið táknað með CH og er það víst af því að svo var orðið stundum ritað á latínu; á ensku er það og ritað með ch, en annars er þessi ritháttur ekki upprunalegur. Nafnið er grískt, sam- sett af nike (sigur, sigurdísin) og laos (lýður), og þýðir lýðsigrari. í orðinu HOLLDSINS er /hljóðið táknað langt (og »lint«) með LL; mun leturgrafarauum hafa þótt það nær framburði, sbr. nafnið Halldór og ALLDVRS á steini nr. 4, 11. 1. D- og d-hljóð eru táknuð með D. HIER : HVILER SA : TRVFASTE 1) Sbr. SOFNADVR í 11. 1.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.