Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 19
19 Um Haugsnesshauginn. Þá er eg fór út Hvalfjarðarströndina, heyrði eg þess getið, að forn- mannshaugur væri í Haugsnesi út frá Kalastöðum og væri sjór farinn að brjóta hann. Fór eg því þangað og fekk með mér rnenn frá Kalastöð- um í því skyni að grafa út hauginn. En þá er til kom, sást, að hann var fyrir löngu útgrafinn og það svo vandlega, að öll hleðsla, sem innan í honum hafði verið, var tekin burtu, nema einungis á þá hlið er fjærst var sjó. Þar var hleðslan nokkurnveginn óhögguð. Utan með var haug- urinn þó enn uppi standandi, nema skarð var komið í hann þeim megin sem að sjónum vissi. En það var þó víst eftir menn, en ekki eftir sjó- inn. Sjálfur bakkinn liggur að skarðinu en nær ekki inn í það enn sem komið er. Svo haugurinn væri óhaggaður þess vegna. En líklega brotn- ar hann bráðum af. — Ekkert var þar að finna, eins og nærri má geta. Fyrir ofan nesið, sem haugurinn er í og sem hefir nafn af honum, er mýrarsund, er heitir Stríðsmýri, og fyrir ofan hana er blásið holt. Þar er sagt að upp hafi blásið mannabein eigi alls fyrir löngu. Þetta stendur að líkindum alt í sambandi við bardaga þann, sem Harðarsaga segir frá í 28. kap. Og vera má að Brandur frá Miðfelli hafi verið heygður í þess- um haug. Brandsfles og Geirssker er þar rétt vestan við nesið. Br. J. Um Stykkisvöll. Svo segir Harðarsaga (24 k.) >Refr hét maðr .... Hann bjó á Stykkisvelli í Brynjudal«. Enginn bær í Brynjudal heitir nú Stykkisvöll- ur og er það nafn alveg týnt. Eru ýmsar getgátur um, hvar sá bær muni hafa verið, t. d. að Þrándarstaðir muni hafa skift nafni, heitið Stykkisvöllur áður; því að túnið þar er »stykkjað« sundur í reiti með fornum girðingum. En bærinn hét nú Stykkwvöllur en ekki StykÆ/avöll- ur. Og hæpið mun, að »stykki« hafi haft sömu merkingu sem reitur, eða gerði. Auk þess sýnist Þrándarnafnið hafa lagzt svo snemma niður, að bær, sem við það er kendur, hefði orðið að fá nafn sitt áður en sög- urnar voru ritaðar. Og ef Stykkisvöllur hefði fengið annað nafn þá er Harðarsaga var rituð, mundi hún hafa getið þess. Af stöðum, sem nú eru óbygðir í Brynjudal, eru Gulllandsvellir langlíklegastir til að vera 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.